14:42:42 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2023-11-07 Split KALD 10:1
2021-03-31 Årsstämma 2021
2021-03-19 Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2021-08-27 03:21:51

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.

Samhliða ofangreindum viðskiptum eru gefnir út 276.923.077 hlutir til félags í eigu Jonathan B. Rubini samkvæmt samkomulagi milli aðila sem tilkynnt var um 13. júní. Jonathan B. Rubini er annar eigandi og stjórnarformaður JL Properties sem er fasteignafélag með meginstarfsemi í Anchorage, Alaska. Markaðsvirði eigna félagsins er yfir 240 milljarðar króna.  Til viðbótar gefur félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.

Hlutir eru gefnir út á genginu kr. 1,30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, í samræmi við samkomulag sem tilkynnt var um 13. júní sl., og var það gengi þá 4% yfir markaðsgengi. Hinir nýju hluthafar skulu greiða andvirði áskrifta þeirra eigi síðar en 27. ágúst næstkomandi. Verður heildarfjöldi útgefinna hluta í Kaldalón hf. því kr. 5.353.108.998 hlutir. Hluthafaskrá Kaldalóns verður uppfærð til samræmis við útgáfu. Um er að ræða nýtt hlutafé sem stjórn hefur heimild til útgáfu á samkvæmt samþykktum félagsins.

Áætlanir Kaldalóns gerðu ráð fyrir að hótelið verði komið í fullan rekstur eigi síðar en frá árslokum 2022. Rekstur hótelsins hefur gengið betur í sumar en áætlanir Kaldalóns gerðu ráð fyrir, og er bókunarstaða fram á haustið með ágætum.