12:36:57 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2023-11-07 Split KALD 10:1
2021-03-31 Årsstämma 2021
2021-03-19 Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2021-07-05 20:27:49

Kaldalón hf. - útgáfu nýrra hluta lokið

Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.

Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.

Nýir hluthafar hafa greitt andvirði áskrifta og verður hluthafaskrá uppfærð. Hlutafjárhækkun verður tilkynnt til og skráð af fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð. Verður heildarfjöldi hluta í Kaldalón hf. því kr. 4.700.801.306 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta.

Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við ákvörðun aðalfundar félagsins, haldinn þann 26. júní 2020, sem staðfest var á hluthafafundi þann 7. desember 2020, en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að selja þá fjárfestum.