13:07:53 Europe / Stockholm

Prenumeration

2022-03-10 14:45:00

PricewaterhouseCoopers (Pwc) hefur skilað staðfestingum á skýrslu Heimstaden ehf. vegna skuldabréfaflokkanna AF HEIM 26, AF HEIM 46 og AF HEIM 48 útgefnum af A/F HEIM slhf.

PwC hefur farið yfir skýrslu varðandi fjárhagslegar og sérstakar kvaðir, verðmat sem liggur til grundvallar og aðrar upplýsingar miðað við dagsetninguna 31.12.2021.

  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn AF HEIM 46 stenst öll skilyrði.
  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn AF HEIM 48 stenst öll skilyrði, að undanskildu vægi um staðsetningu eigna.1)
  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn AF HEIM 26 stenst öll skilyrði, að undanskildu vægi um staðsetningu eigna.1)
    1. Virði veðsettra eigna utan höfuðborgarsvæðis eru 39,2% af heildarvirði veðsetts eignasafns. Það er yfir þeim mörkum sem eru tilgreind í fjárhagslegum- og sérstökum kvöðum tryggingafyrirkomulagsins og stenst skilyrði því ekki. Við samanburð á öðrum kvöðum kom í ljós að lánaþekja og vaxtaþekja eru það ríflega yfir viðeigandi mörkum að útgefandi gæti tekið veðsettar eignir utan höfuðborgarsvæðisins út úr veðandlaginu uppfyllt þannig skilyrði um staðsetningu eigna, vaxtaþekju og lánaþekju. Ekki er því hægt að segja að skuldabréfaeigendur séu verr settir þó svo skilyrði um staðsetningu eigna sé ekki uppfyllt.

Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum- og sérstökum kvöðum samræmist mati útgefanda og skýrsla um fjárhagslegar og sérstakar kvaðir því staðfest miðað við dagsetninguna 31.12.2021

Niðurstöður kannana má sjá í meðfylgjandi viðhengjum.