Onsdag 12 Februari | 22:50:59 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2025-10-29 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q3
2025-07-30 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q2
2025-05-07 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q1
2025-03-12 N/A Årsstämma
2025-02-12 18:30 Bokslutskommuniké 2024
2024-10-30 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-25 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-30 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-14 - X-dag ordinarie utdelning ARION 9.00 ISK
2024-03-13 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 - X-dag ordinarie utdelning ARION 8.50 ISK
2023-03-15 - Årsstämma
2023-02-08 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-26 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-04 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 15.00 ISK
2022-03-16 - Årsstämma
2022-02-09 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-27 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 1.74 ISK
2021-03-16 - Årsstämma
2021-02-10 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-28 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-29 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-15 - X-dag ordinarie utdelning ARION 0.00 ISK
2020-05-14 - Årsstämma
2020-05-06 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-12 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-09 - Årsstämma
2019-08-08 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-08 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 - X-dag ordinarie utdelning ARION 5.00 ISK
2019-02-13 - Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 - Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-08-01 - Kvartalsrapport 2018-Q2

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Stockholm
SektorFinans
IndustriBank
Arion Bank bedriver bankverksamhet. Banken erbjuder finansiella tjänster inriktade mot lån, sparande och pension. Olika tjänster inkluderart traditionell kapitalförvaltning, lånefinansiering, samt fakturerings – och valutatjänster. En stor del av tjänsterna nås via internetbanken, där kunderna återfinns både bland privat- och företagskunder på den isländska marknaden. Huvudkontoret ligger i Reykjavik.
2025-02-12 17:30:00

Hagnaður Arion banka á 4F 2024 nam 8,3 milljörðum króna og 26,1 milljörðum króna á árinu 2024. Fundur og vefstreymi fyrir markaðsaðila 13. febrúar kl. 8:30

Lykiltölur á fjórða ársfjórðungi 2024

  • Hagnaður Arion banka var 8,3 ma.kr. á fjórðungnum, samanborið við 6,2 ma.kr. á 4F 2023
  • Arðsemi eiginfjár var 16,3%, samanborið við 12,7% á 4F 2023
  • Hagnaður á hlut var 6,01 króna, samanborið við 4,19 krónur á 4F 2023
  • Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 2,9%, samanborið við 3,1% á 4F 2023
  • Þóknanastarfsemin skilaði 4,1 ma.kr., samanborið við 3,9 ma.kr. á 4F 2023, og er þetta besti fjórðungur í meira en ár þegar kemur að þóknunum
  • Sterkur fjórðungur hjá Verði en félagið skilaði 1,7 ma.kr. hagnaði
  • Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 5,8% í samanburði við 4F 2023
  • Rekstrarkostnaður jókst um 9,8% samanborið við 4F árið 2023
  • Virkt skatthlutfall var 14,7%
  • Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 57,5%, samanborið við 54,9% á 4F 2023
  • Kostnaðarhlutfallið var 48,0%, óbreytt frá 4F 2023
  • Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 0,8% á fjórðungnum
  • Lán til viðskiptavina jukust um 0,8% á fjórðungnum

Lykiltölur fyrir árið 2024

  • Hagnaður Arion banka var 26,1 ma.kr. á árinu 2024, samanborið við 25,7 ma.kr. á árinu 2023
  • Arðsemi eiginfjár var 13,2%, samanborið við 13,6% á árinu 2023
  • Hagnaður á hlut var 18,31 krónur, samanborið við 17,80 á árinu 2023
  • Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,1%, óbreyttur frá árinu 2023
  • Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári
  • Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi
  • Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023
  • Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023
  • Virkt skatthlutfall var 25,4%, samanborið við 27,2% á árinu 2023
  • Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 47,2%, samanborið við 44,7% 2023
  • Kostnaðarhlutfallið var 42,6%, samanborið við 40,0% á árinu 2023
  • Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 6,1% frá árslokum 2023
  • Kaup eigin hlutabréfa og arðgreiðslur námu 25,5 mö.kr. á árinu. Bankinn gaf út nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð 6,2 ma.kr., til að mæta nýtingu áskriftaréttinda
  • Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,2% í lok desember. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 61% af hagnaði og 3 ma.kr. endurkaupa eigin hlutabréfa sem samþykkt hefur verið af stjórn bankans og Fjármálaeftirlitinu
  • Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 mö.kr., að teknu tilliti til eigin bréfa bankans

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
“Afkoman á árinu var í takt við markmið okkar og skilaði 13,2% arðsemi eiginfjár. Tekjur af kjarnastarfsemi bankans voru í takt við væntingar en sú staðreynd að hluta- og skuldabréfamarkaðir tóku við sér á síðari hluta ársins hafði jákvæð áhrif á fjármunatekjur. Sem fyrr er Arion banki fjárhagslega sterkur og eru eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 vel umfram þær kröfur sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir og ákvæði í lögum. Lausafjárstaða bankans er einnig mjög sterk og vel yfir lögbundnum lágmörkum. Stjórn Arion banka mun gera það að tillögu sinni á aðalfundi þann 12. mars að greiddur verði arður sem nemur 11,5 krónum á hlut.

Árið 2024 var um margt viðburðaríkt í starfsemi Arion samstæðunnar, sem samanstendur af Arion banka, Verði tryggingum og sjóðastýringarfélaginu Stefni. Vörður opnaði fjögur útibú sem eru sameiginleg með Arion banka, tvo á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Stykkishólmi og annað á Egilsstöðum, en fyrir voru Vörður og Arion með sameiginleg útibú á Selfossi og Akureyri. Við viljum að þeir viðskiptavinir, sem nýta breiddina í þjónustu Arion samstæðunnar, njóti góðs af því. Þess vegna kynntum við til leiks Arion endurgreiðslu sem gerir þeim viðskiptavinum Arion banka, sem tryggja hjá Verði, kleift að fá 5% endurgreiðslu tryggingaiðgjalda eftir 12 tjónalausa mánuði. Við kynntum líka veigamiklar breytingar á Premíu þjónustu okkar sem er sérsniðin og persónuleg þjónusta fyrir umsvifamestu viðskiptavini bankans. Á næstunni munum við svo kynna til leiks nýtt fríðindakerfi fyrir viðskiptavini sem nær til bankaþjónustu Arion, trygginga Varðar og viðskipta í sjóðum Stefnis.

Arion banki gerði á árinu mikilvægan ábyrgðarsamning við Evrópska fjárfestingarsjóðinn (EIF) sem gerir okkur kleift að veita um 15 ma.kr. í lán til smárra og meðalstórra fyrirtækja með ábyrgð frá EIF. Markmiðið er að styðja við nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni og umhverfismálum, stafvæðingu samfélagsins og menningu. 

Fjölbreytni þjónustunnar er einn helsti styrkur Arion samstæðunnar sem býður ekki aðeins fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna hér á landi heldur er hún sömuleiðis nær öll aðgengileg í Arion appinu sem var valið besta bankaappið af viðskiptavinum bankanna áttunda árið í röð. Við kynntum á árinu til leiks nýjar stafrænar lausnir sem snúa að fjölskyldum og fyrirtækjum. Nú er hægt að sjá yfirlit yfir stöðu reikninga hjá börnum og maka, stofna reikninga fyrir börn og eiga viðskipti í sjóðum fyrir þeirra hönd. Einnig kynntum við til leiks framúrskarandi kortalausnir fyrir fyrirtæki þar sem m.a. er hægt að taka mynd af kvittunum og festa við færsluyfirlit og stýra heimildum á þægilegan hátt. 

Sá árangur náðist einnig á á árinu að eignir í stýringu samstæðunnar, þ.e. hjá mörkuðum Arion og hjá Stefni, fóru yfir 1.600 ma.kr. og eru í fyrsta sinn komnar yfir efnahagsreikning samstæðunnar. Stefnir leiddi einnig kaup lífeyrissjóða á Íveru, í gegnum sjóðinn SRE III, sem á 1.900 íbúðir sem leigðar eru til langs tíma til almennings. Markaði fjárfestingin nýtt upphaf í aðkomu íslenskra lífeyrissjóða að fasteignamarkaðnum.

Við hjá Arion samstæðunni erum samt einna stoltust af átakinu Konur fjárfestum sem hófst snemma á síðasta ári. Yfir 4.000 konur sóttu þá 45 viðburði sem við héldum á árinu um fjármál og fyrirtæki víðs vegar um landið. Þessu mikilvæga átaki hefur verið afar vel tekið en það snýr að því að auka þátttöku kvenna á fjármálamörkuðum. Það hefur hallað á konur á því sviði en við sjáum að nálin er byrjuð að hreyfast í rétta átt því að hlutfallsleg aukning eigna á vörslusöfnum kvenna var næstum þreföld á við aukningu karla á árinu. Þá var hlutfallsleg aukning kvenna í áskriftum í sjóðum tvöföld á við karla. Þetta er langtímaverkefni sem við munum halda ótrauð áfram með.”

Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila 13. febrúar kl. 8:30
Fjárfestafundur fyrir markaðsaðila verður fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 8:30 í Borgartúni 19 þar sem Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ólafur Hrafn Höskuldsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs munu kynna afkomu bankans og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka mun fara yfir stöðu efnahagslífsins. Fundurinn fer fram á ensku og verður einnig streymt beint.

Hægt verður að nálgast streymið á Lumiconnect og á fjárfestatengslavef bankans. 

Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur í gegnum spjallþráð á sömu síðu. Spurningum verður svarað að loknum kynningum. 

Fjárhagsdagatal
Fjárhagsdagatal Arion banka er aðgengilegt á heimasíðu bankans.