Torsdag 14 Augusti | 04:38:07 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Est. tid*
2025-10-29 17:40 Kvartalsrapport 2025-Q3
2025-07-30 - Kvartalsrapport 2025-Q2
2025-05-07 - Kvartalsrapport 2025-Q1
2025-03-13 - X-dag ordinarie utdelning ARION 11.50 ISK
2025-03-12 - Årsstämma
2025-02-12 - Bokslutskommuniké 2024
2024-10-30 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-25 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-30 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-14 - X-dag ordinarie utdelning ARION 9.00 ISK
2024-03-13 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 - X-dag ordinarie utdelning ARION 8.50 ISK
2023-03-15 - Årsstämma
2023-02-08 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-26 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-04 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 15.00 ISK
2022-03-16 - Årsstämma
2022-02-09 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-27 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 1.74 ISK
2021-03-16 - Årsstämma
2021-02-10 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-28 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-29 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-15 - X-dag ordinarie utdelning ARION 0.00 ISK
2020-05-14 - Årsstämma
2020-05-06 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-12 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-09 - Årsstämma
2019-08-08 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-08 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 - X-dag ordinarie utdelning ARION 5.00 ISK
2019-02-13 - Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 - Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-08-01 - Kvartalsrapport 2018-Q2

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriBank
Arion Bank bedriver bankverksamhet. Banken erbjuder finansiella tjänster inriktade mot lån, sparande och pension. Olika tjänster inkluderart traditionell kapitalförvaltning, lånefinansiering, samt fakturerings – och valutatjänster. En stor del av tjänsterna nås via internetbanken, där kunderna återfinns både bland privat- och företagskunder på den isländska marknaden. Huvudkontoret ligger i Reykjavik.
2025-07-30 17:35:00

Hagnaður sem tilheyrir hluthöfum Arion banka á 2F 2025 nam 9,8 milljörðum. Fundur og vefstreymi fyrir markaðsaðila 31. júlí kl. 8:30.

Lykiltölur á öðrum ársfjórðungi 2025

  • Hagnaður sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 9,8 ma.kr. á fjórðungnum, samanborið við 5,5 ma.kr. á 2F 2024
  • Arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 19,7%, samanborið við 11,5% á 2F 2024
  • Hagnaður á hlut var 6,59 krónur, samanborið við 3,86 krónur á 2F 2024
  • Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,5%, samanborið við 3,2% á 2F 2024
  • Þóknanastarfsemin skilaði 4,6 mö.kr., samanborið við 4,0 ma.kr. á 2F 2024
  • Rekstur Varðar skilaði 0,8 ma.kr. hagnaði, samanborið við 0,4 ma.kr. á 2F 2024
  • Aðrar rekstrartekjur voru 1,3 ma.kr. sem skýrist að mestu af virðishækkun þróunareigna
  • Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 19,8% í samanburði við 2F 2024
  • Rekstrarkostnaður stóð nokkuð í stað ef undanskilinn er einskiptiskostnaður á 2F 2024
  • Virkt skatthlutfall var 28,0%
  • Heildarkostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 36,6%, samanborið við 46,2% á 2F 2024
  • Kostnaðarhlutfallið var 31,4%, í samanburði við 43,1% á 2F 2024
  • Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 1,6% á fjórðungnum
  • Lán til viðskiptavina jukust um 38,5 ma.kr. eða 3,1% á fjórðungnum
  • Kaup eigin hlutabréfa námu 3,0 ma.kr. á fjórðungnum
  • Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,0% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,0% í lok júní. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjármálaeftirlitinu.

Lykiltölur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2025

  • Hagnaður Arion banka var 16,2 ma.kr. á 6M 2025, samanborið við 9,9 ma.kr. á 6M 2024
  • Arðsemi eiginfjár var 16,1%, samanborið við 10,3% á 6M 2024
  • Hagnaður á hlut var 11,22 krónur, samanborið við 6,92 á 6M 2024
  • Hreinn vaxtamunur var 3,3%, samanborið við 3,1% á 6M 2024
  • Hreinar þóknanatekjur námu 9,1 ma.kr. á fyrri hluta ársins í samanburði við 7,3 ma.kr. á 6M 2024
  • Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), hækka um 17,8% samanborið við 6M 2024
  • Rekstrarkostnaður hefur staðið nokkuð í stað milli ára
  • Virkt skatthlutfall var hátt eða 29,9% og skýrist af óhagstæðri samsetningu tekna
  • Heildarkostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 39,4%, samanborið við 47,2% á 6M 2024
  • Kostnaðarhlutfall var 32,9%, samanborið við 44,1% á 6M 2024
  • Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 5,9% frá árslokum 2024
  • Arðgreiðsla og kaup eigin hlutabréfa námu samtals 19,1 ma.kr. á 6M 2025

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
„Afkoma annars ársfjórðungs er góð og umfram væntingar. Góð afkoma skýrist af ýmsum þáttum, en mestu skiptir að þær stoðir sem mynda fjölbreytta starfsemi Arion samstæðunnar gengu nær allar vel á fjórðungnum. Þá hefur markaðsfjármögnun bankans þróast með jákvæðum hætti. Hvað þjónustu við fyrirtæki viðkemur var þetta með umsvifameiri ársfjórðungum, bæði í lánveitingum og ráðgjöf, þar sem lækkandi vaxtaumhverfi hefur leitt til aukinna fjárfestinga í hagkerfinu. Einnig hefur virðisbreyting á eignarhlut Arion í Arnarlandi í Garðabæ, sem nú er í söluferli, jákvæð áhrif á uppgjör bankans. Eigin- og lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk.

Stóru tíðindin eru vissulega viljayfirlýsing Arion banka og Kviku banka um samruna félaganna sem undirrituð var 6. júlí síðastliðinn. Viljayfirlýsingin felur í sér að hluthafar Kviku fá 26% hlut í sameinuðu félagi nái samruninn fram að ganga. Markmiðið er að til verði sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Verði af samrunanum mun það efla þá fjármálaþjónustu sem sameinað félag veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum. Samruninn getur skapað tækifæri til breiðari tekjumyndunar, áhættudreifingar og aukins hagræðis í starfsemi sameinaðs félags og þar með á íslenskum fjármálamarkaði.

Arion appið er langvinsælasta þjónustuleiðin okkar og það er okkur auðvitað metnaðarmál að þróa hana og bæta þannig að appið mæti sem best þörfum viðskiptavina okkar. Því er ánægjulegt að Arion appið var níunda árið í röð valið besta bankaappið af viðskiptavinum bankanna í könnun Maskínu. Til viðbótar því að geta sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í appinu geta foreldrar fylgst með virkni á reikningum barna sinna og stofnað bæði sparnaðarreikninga og debetkort fyrir þau. Einnig er hægt að sinna verðbréfaviðskiptum, fjárfesta í sjóðum Stefnis og fá góða yfirsýn yfir stöðu lífeyrissparnaðar og tryggingar hjá Verði. Í appinu er sömuleiðis einfalt að skrá sig í Arion fríðindi því við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af því að vera í viðskiptum við okkur.

Við lukum á ársfjórðungnum formlega kaupum á starfsemi ráðgjafafyrirtækisins Arngrimsson Advisors Ltd. og er þjónustan sem félagið býður nú hluti af þjónustuframboði bankans. Félagið sinnir eignastýringarráðgjöf fyrir fagfjárfesta með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar. Viðskiptavinir Arion njóta góðs af alþjóðlegum tengslum og þeirri viðamiklu reynslu á sviði fjárfestinga fyrir einstaklinga, lífeyrissjóði, trygginga- og fjárfestingarfélög sem byggð hefur verið þar upp í áranna rás. Um er að ræða viðbót við það samstarf sem Arion banki hefur átt við erlend fjármálafyrirtæki á undanförnum árum og fjölgar þannig þeim valkostum sem viðskiptavinum okkar standa til boða, sérstaklega þegar kemur að fjárfestingum í erlendum sérhæfðum sjóðum.“

Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila 31. júlí kl. 8:30
Fjárfestafundur fyrir markaðsaðila verður fimmtudaginn 31. júlí klukkan 8:30 í Borgartúni 19 þar sem Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri munu kynna afkomu bankans og fara yfir stöðu efnahagslífsins. Fundurinn fer fram á ensku og verður einnig streymt beint.

Hægt verður að nálgast streymið á Lumiconnect og á fjárfestatengslavef bankans. 

Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur í gegnum spjallþráð á sömu síðu. Spurningum verður svarað að loknum kynningum. 

Fjárhagsdagatal
Fjárhagsdagatal Arion banka er aðgengilegt á heimasíðu bankans.