Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Arion banki birtir uppgjör fjórða ársfjórðungs og ársuppgjör 2024 miðvikudaginn 12. febrúar, eftir lokun markaða.
Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila 13. febrúar kl. 8:30
Fjárfestafundur fyrir markaðsaðila verður fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 8:30 í Borgartúni 19 þar sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Ólafur Hrafn Höskuldsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna afkomu bankans og Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, mun fara yfir stöðu efnahagslífsins. Fundurinn fer fram á ensku og verður einnig streymt beint.
Hægt verður að nálgast streymið á Lumiconnect og á fjárfestatengslavef bankans.
Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur í gegnum spjallþráð á sömu síðu. Spurningum verður svarað að loknum kynningum.