Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Drög að uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung 2025 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 10 milljarðar króna sem leiðir til um 19% arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka. Afkoma fjórðungsins er um 45% yfir meðaltalsspá greiningaraðila.
Munurinn liggur helst í hærri hreinum vaxtatekjum og virðisbreytingum af fjárfestingareignum, lægri rekstrarkostnaði samstæðunnar og jákvæðari virðisbreytingu lánabókar en greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir.
Tekjur af kjarnastarfsemi, samanlagðar hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, eru um 10% hærri en spár greiningaraðila.
Uppgjörið fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025 er enn í vinnslu og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 30. júlí nk.
Spár greiningaraðila er að finna hér