Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð. Heimildin nær til allt að 150.000.000 hluta fyrir um 15 milljarða króna, sem nemur um 8,7% af útgefnu hlutafé bankans.
Í kjölfar vel heppnaðs útboðs bankans á AT1 skuldabréfum í febrúar 2020 að andvirði um 13 milljarða króna og í ljósi mjög sterkrar eiginfjárstöðu veitti Aðalfundur Arion banka þann 16. mars 2020 stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10% af útgefnu hlutafé bankans. Í ljósi verulegrar óvissu vegna COVID-19 heimsfaraldursins voru hins vegar bæði arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa sett á bið í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Á síðastliðnum mánuðum hefur óvissan minnkað á sama tíma og fjárhagslegur styrkur Arion banka hefur haldið áfram að aukast.
Áform um framkvæmd endurkaupaáætlunar bíða nú ákvörðunar stjórnar Arion banka. Upplýst verður um ákvörðun hennar samhliða birtingu ársuppgjörs bankans þann 10. febrúar næstkomandi.