Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Large Cap Iceland |
| Sektor | Finans |
| Industri | Bank |
Intresserad av bolagets nyckeltal?
Analysera bolaget i Börsdata!
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem höfðað var gegn Arion banka og snéri að skilmálum tiltekins íbúðaláns sem innihélt ákvæði um breytilega verðtryggða vexti. Dómurinn telur að skilmálar lánsins, sem kveða á um heimildir bankans til breytinga á vöxtum, séu lögmætir og staðfesti þar með dóm Landsréttar í málinu.
Dómstólar eiga eftir að kveða upp sinn dóm varðandi vaxtabreytingaskilmála óverðtryggðra íbúðalána Arion banka. Skilmálar þeirra lána eru sambærilegir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar frá því í dag að því undanskildu að þeir vísa einnig til vaxta sem Seðlabankinn ákveður.
Í samræmi við tilkynningu bankans frá 15. október sl. þá er það mat bankans að þrátt fyrir að dómstólar kæmust að sambærilegri niðurstöðu í máli bankans varðandi óverðtryggða vexti og hann komst að í málinu gegn Íslandsbanka þann 14. október sl. yrðu fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu óveruleg.