21:39:53 Europe / Stockholm
2024-05-13 18:56:00

Arion banki gaf í dag út almenn skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 4,5 ára. Skuldabréfin bera 4,625% fasta vexti sem jafngilda 175 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.

Spurn eftir skuldabréfunum var mikil, 8,5 sinnum meiri en framboð, og í heild bárust tilboð frá yfir 190 fjárfestum frá meira en 25 löndum í Evrópu og Asíu. Endanleg tilboðsbók nam um 2,6 milljörðum evra. 

Þessi mikla eftirspurn leiddi til þess að um er að ræða hagkvæmustu niðurstöðu almennrar skuldabréfaútgáfu í evrum frá íslenskum banka í meira en 2 ár. 

Umsjónaraðilar (e. Deal Managers) útgáfunnar voru Barclays, Morgan Stanley, ABN Amro og JP Morgan.