Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Með vísan til tilkynningar sem birt var 5. maí 2025, skal tekið fram að útboðsdagur hefur verið færður frá 7. maí til 8. maí 2025.
Arion banki verður með útboð á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CBI 28 fimmtudaginn 8. maí 2025.
ARION CBI 28 er verðtryggður skuldabréfaflokkur með föstum 4,25% vöxtum og lokagjalddaga 20. september 2028.
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.
Áætlaður uppgjörsdagur er 15. maí 2025. Greiðsla fer fram með reiðufé.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 8. maí 2025.