Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 9. janúar 2025 um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 6. viku 2025 keypti Arion banki eigin hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.
Endurkaup á hlutum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í umrædd skipti voru eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Hlutir í eigu Arion eftir viðskipti |
3.2.2025 | 11:52:48 | 200.000 | 174,00 | 34.800.000 | 110.212.217 |
3.2.2025 | 13:01:11 | 300.000 | 174,00 | 52.200.000 | 110.512.217 |
3.2.2025 | 14:00:17 | 400.000 | 174,00 | 69.600.000 | 110.912.217 |
3.2.2025 | 14:13:08 | 100.000 | 173,75 | 17.375.000 | 111.012.217 |
4.2.2025 | 10:59:32 | 400.000 | 173,50 | 69.400.000 | 111.412.217 |
4.2.2025 | 15:05:34 | 428.000 | 174,00 | 74.472.000 | 111.840.217 |
5.2.2025 | 10:13:40 | 300.000 | 173,00 | 51.900.000 | 112.140.217 |
5.2.2025 | 15:18:34 | 300.000 | 174,00 | 52.200.000 | 112.440.217 |
6.2.2025 | 11:49:48 | 250.000 | 174,00 | 43.500.000 | 112.690.217 |
6.2.2025 | 15:06:56 | 400.000 | 174,50 | 69.800.000 | 113.090.217 |
7.2.2025 | 10:49:58 | 200.000 | 175,50 | 35.100.000 | 113.290.217 |
7.2.2025 | 15:21:26 | 400.000 | 175,50 | 70.200.000 | 113.690.217 |
3.678.000 | 640.547.000 | 113.690.217 |
Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keypt SDR | Viðskiptaverð | Kaupverð (SEK) | SDR í eigu Arion eftir viðskipti |
3.2.2025 | 14:49:08 | 4.500 | 13,65 | 61.425 | 3.228.246 |
4.2.2025 | 10:01:14 | 10.000 | 13,65 | 136.500 | 3.238.246 |
5.2.2025 | 10:33:13 | 271 | 13,30 | 3.604 | 3.238.517 |
5.2.2025 | 11:13:32 | 25 | 13,30 | 333 | 3.238.542 |
5.2.2025 | 12:29:09 | 9.704 | 13,35 | 129.548 | 3.248.246 |
6.2.2025 | 14:07:55 | 2.384 | 13,50 | 32.184 | 3.250.630 |
6.2.2025 | 14:12:30 | 302 | 13,50 | 4.077 | 3.250.932 |
6.2.2025 | 14:24:18 | 1.986 | 13,50 | 26.811 | 3.252.918 |
6.2.2025 | 14:35:20 | 5.328 | 13,50 | 71.928 | 3.258.246 |
7.2.2025 | 10:38:26 | 198 | 13,35 | 2.643 | 3.258.444 |
7.2.2025 | 14:44:57 | 1.290 | 13,65 | 17.609 | 3.259.734 |
7.2.2025 | 14:44:57 | 3.210 | 13,65 | 43.817 | 3.262.944 |
39.198 | 530.479 | 3.262.944 |
Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 6 samtals 113.235.963 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 6 samtals 116.953.161 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 7,728% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 16.128.132 hluti og 160.935 heimildarskírteini.
Heimilt verður að kaupa allt að 387.096 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,026% af útgefnum hlutum og allt að 18.967.704 hluti á Íslandi, eða sem svara til 1,253% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 1,279% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 60.000.000 kr. í Svíþjóð og 2.940.000.000 kr. á Íslandi (samtals 3,0 milljarðar króna). Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar framangreindu er náð eða í síðasta lagi 12. mars 2025. Arion banki hf hefur heimild til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er á tímabilinu.
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglna nr. 1275/2024 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.