Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Á fundi sínum föstudaginn 14. febrúar ákvað stjórn Arion banka hf. að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka hf. um samruna félaganna.
Stjórn Íslandsbanka ákvað á fundi sínum í gær, 27. febrúar, að afþakka boð Arion banka um samrunaviðræður. Stjórn Arion banka virðir niðurstöðu stjórnar Íslandsbanka og þakkar henni fyrir að hafa gefið sér tíma til að meta gaumgæfilega sýndan áhuga.
Það er sannfæring stjórnar Arion banka að samruni bankanna feli í sér einstakt tækifæri til breytinga á íslensku fjármálakerfi og sé jákvæður valkostur fyrir neytendur, hluthafa og íslenskt efnahagslíf.
Þó að ekki verði af samrunaviðræðum nú, vonar stjórn Arion banka að hugmyndin verði kveikja að frekari umræðu um skipan og umgjörð fjármálakerfisins og hvernig það geti best sinnt hlutverki sínu með skilvirkum og hagkvæmum hætti.