Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Aðalfundur Arion banka 2023 var haldinn í dag, miðvikudaginn 15. mars.
Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður, flutti skýrslu stjórnar og Benedikt Gíslason, bankastjóri, fór yfir starfsemi bankans síðastliðið ár. Ársreikningur bankans var samþykktur sem og tillaga um greiðslu arðs sem nemur 8,5 kr. á hlut, sem jafngildir um 12,5 milljörðum kr. Ákvað fundurinn að Deloitte ehf. gegni áfram hlutverki sínu sem endurskoðandi Arion banka.
Á fundinum voru eftirfarandi aðilar sjálfkjörnir í stjórn í samræmi við tillögu tilnefningarnefndar: Brynjólfur Bjarnason, Gunnar Sturluson, Liv Fiksdahl, Paul Horner, Steinunn Kristín Þórðardóttir og Kristín Pétursdóttur. Brynjólfur Bjarnason var endurkjörinn formaður stjórnar og Paul Horner endurkjörinn varaformaður. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Þröstur Ríkharðsson voru sjálfkjörin varamenn í stjórn. Breytingar voru gerðar á launum stjórnarmanna og launum nefndarmanna í tilnefningarnefnd bankans. Í tilnefningarnefnd bankans voru sjálfkjörin þau Júlíus Þorfinnsson og Auður Bjarnadóttir.
Samþykktar voru breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar. Þá var starfskjarastefna bankans samþykkt.
Fundurinn samþykkti að lækka hlutafé bankans um 50.000.000 kr. að nafnverði, eða sem nemur 50.000.000 hlutum, til jöfnunar eigin hluta, úr 1.510.000.000 kr. að nafnverði í 1.460.000.000 kr. að nafnverði.
Jafnframt var heimild til stjórnar til að kaupa allt að 10% af hlutafé bankans endurnýjuð.
Loks voru samþykktar breytingar á samþykktum bankans til samræmis við nýlegar breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um fjármálafyrirtæki.
Nánar má lesa um aðalfund Arion banka 2023 og niðurstöður fundarins á vef bankans.
Árs- og sjálfbærnisskýrsla Arion banka fyrir árið 2022 er aðgengileg hér.