Fredag 3 Januari | 01:47:36 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2025-10-29 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q3
2025-07-30 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q2
2025-05-07 17:30 Kvartalsrapport 2025-Q1
2025-03-12 N/A Årsstämma
2025-02-12 18:30 Bokslutskommuniké 2024
2024-10-30 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-25 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-30 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-14 - X-dag ordinarie utdelning ARION 9.00 ISK
2024-03-13 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 - X-dag ordinarie utdelning ARION 8.50 ISK
2023-03-15 - Årsstämma
2023-02-08 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-26 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-04 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 15.00 ISK
2022-03-16 - Årsstämma
2022-02-09 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-27 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 1.74 ISK
2021-03-16 - Årsstämma
2021-02-10 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-28 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-29 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-15 - X-dag ordinarie utdelning ARION 0.00 ISK
2020-05-14 - Årsstämma
2020-05-06 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-12 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-09 - Årsstämma
2019-08-08 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-08 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 - X-dag ordinarie utdelning ARION 5.00 ISK
2019-02-13 - Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 - Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-08-01 - Kvartalsrapport 2018-Q2

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Stockholm
SektorFinans
IndustriBank
Arion Bank bedriver bankverksamhet. Banken erbjuder finansiella tjänster inriktade mot lån, sparande och pension. Olika tjänster inkluderart traditionell kapitalförvaltning, lånefinansiering, samt fakturerings – och valutatjänster. En stor del av tjänsterna nås via internetbanken, där kunderna återfinns både bland privat- och företagskunder på den isländska marknaden. Huvudkontoret ligger i Reykjavik.
2021-07-01 16:28:00

-   Rapyd kom fyrst inn á íslenskan markað árið 2020
-   Kaupin styrkja stöðu Rapyd á Íslandi til muna
-   Ísland verður þungamiðja í starfsemi Rapyd í Evrópu
-   Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila
-   Arion banki gerir ráð fyrir að færa til tekna 3,5 milljarða króna eftir skatta vegna sölunnar

Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd og Arion banki hafa komist að samkomulagi um kaup Rapyd á Valitor hf. Valitor er leiðandi fyrirtæki hér á landi á sviði greiðslulausna og er kaupverð 100 milljónir bandaríkjadala eða 12,3 milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir því að kaupin klárist í lok þessa árs en þau eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.
 
Áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verða jákvæð því bankinn gerir ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um 8 til 11 milljarða króna. 
 
Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu.

Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis.

Arik Shtilman, forstjóri Rapyd og stofnandi:
„Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunar samstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka:
„Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni.“

Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitor:
„Kaup Rapyd á Valitor marka tímamót í langri sögu Valitor og greiðslumiðlunar á Íslandi. Við hjá Valitor erum full tilhlökkunar að vinna með nýju fólki, Arik og starfsfólki Rapyd, við að samþætta starfsemi félaganna og grípa þau tækifæri sem samþættingin felur í sér, bæði fyrir félagið og viðskiptavini þess.“

Um Rapyd
Rapyd er fljótlegasta leiðin til að taka við greiðslum um allan heim. Fyrirtækið auðveldar söluaðilum aðgengi að mörkuðum víðsvegar um heim. Með því að nýta fjártæknilausnir Rapyd geta söluaðilar og viðskiptavinir þeirra notfært sér alþjóðlegar og staðbundnar greiðslulausnir á öllum mörkuðum. Rapyd býður upp á rúmlega 900 greiðslulausnir í yfir 100 löndum. Hluthafar félagsins eru m.a. Stripe, General Catalyst, Oak HC/FT, Tiger Global, Durable Capital, Target Global, og Tal Capital. Frekari upplýsingar um félagið og uppbyggingu fjártækniþjónustu félagsins má finna á www.rapyd.net, bloggi félagsins,  LinkedIn eða Twitter.

Um Arion banka
Arion banki þjónar heimilum, fyrirtækjum og fjárfestum og leggur sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir þeirra viðskiptavina sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu. Þjónustusvið bankans eru þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Dótturfélögin Stefnir og Vörður auka enn frekar þjónustuframboð bankans. Stefnir er eitt stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins og Vörður tryggingar býður upp á skaða- og líftryggingar og er það tryggingafélag á Íslandi sem er í hröðustum vexti. Nánari upplýsingar á www.arionbanki.is

Um Valitor
Valitor var stofnað 1983 og er alþjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki sem hefur það meginmarkmið að auðvelda kaup og sölu á vöru og þjónustu. Nánari upplýsingar á www.valitor.is.

Ráðgjafar:
Macquarie Capital, Logos og Mörkin voru Arion banka til ráðgjafar og Gornitzky, PwC, Jakob Ásmundsson og BBA / Fjeldco voru Rapyd til ráðgjafar.