Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Stockholm |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Samkvæmt fjárhagsdagatali Arion banka fyrir árið 2025, verður aðalfundur bankans haldinn þann 12. mars 2025 kl. 16.00.
Tilnefningarnefnd Arion banka gegnir ráðgefandi hlutverki vegna kjörs til stjórnar bankans og leggur fram rökstudda tillögu á þeim hluthafafundum þar sem kjör stjórnarmanna er á dagskrá, varðandi þá frambjóðendur sem tilnefningarnefndin telur best til þess fallna að taka sæti í stjórn bankans. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndarinnar má finna í starfsreglum nefndarinnar, sem eru aðgengilegar hér.
Tilnefningarnefnd Arion banka óskar nú eftir framboðum til stjórnar Arion banka. Frestur til þess að skila inn umsókn til tilnefningarnefndarinnar rennur út þann 31. janúar 2025 kl. 16.00, en tilnefningarnefndin mun ekki leggja mat á framboð sem berast eftir þann tíma. Fyrirhugað er að tilnefningarnefndin muni birta tillögu sína eigi síðar en 21. febrúar 2025.
Frambjóðendur sem vilja skila inn framboði til tilnefningarnefndarinnar eru beðnir um að fylla út sérstakt eyðublað, sem er aðgengilegt hér, og senda til nefndarinnar á netfangið nominationcommittee@arionbanki.is.
Athugið að störf tilnefningarnefndarinnar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar bankans áður en almennur framboðsfrestur rennur út, sem er fimm (5) dögum fyrir aðalfund bankans, þ.e. þann 7. mars 2025 kl. 16.00.