Lördag 28 December | 13:56:23 Europe / Stockholm

Prenumeration

2022-11-07 16:45:00

Umsýsla sjóðsins A/F HEIM slhf. færist aftur til A/F Rekstraraðila ehf.

Vegna skipulagsbreytinga hafa verið gerðar á umsýslusamningi milli Arctica Finance hf. og A/F Rekstraraðila ehf., þess efnis að eignastýring A/F HEIM slhf. og önnur umsýsla sjóðsins færist aftur til A/F Rekstraraðila.

Nýr sjóðstjóri A/F HEIM slhf.

Vanesa Hoti hefur verið ráðin til A/F Rekstraraðila sem sérfræðingur og sjóðstjóri A/F HEIM slhf. Vanesa útskrifaðist árið 2021 með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál, frá Háskóla Íslands og hefur starfað í eignastýringu frá útskrift. Vanesa hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.