Bifogade filer
Prenumeration
Tilkynning um afkomu A/F HEIM slhf. vegna skuldabréfaflokka HEIM070826, HEIM100646 og HEIM071248
Stjórn A/F HEIM slhf., sem er sérhæfður sjóður í rekstri A/F Rekstraraðila ehf., hefur í dag samþykkt árshlutareikning sjóðsins m.v. 30. júní 2022. Vaxtatekjur námu 882 milljónum króna og vaxtagjöld 882 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 0 krónum. (Árið 2021 var enginn rekstur á fyrstu 6 mánuðunum).
Eignir félagsins námu 14,2 ma. kr. þann 30. júní 2022 og skuldir félagsins námu á sama tíma 14,2 ma. kr. Eigið fé félagsins í lok júní 2022 var 4,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. (Árið 2021 var enginn rekstur á fyrstu 6 mánuðunum). Vísað er að öðru leyti til árshlutareiknings félagsins um breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun hagnaðar.
Sjóðurinn A/F HEIM slhf. hóf rekstur í júlí árið 2021 og starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Sjóðurinn fjárfesti þá í skráðum skuldabréfum sem voru útgefin af Heimavöllum hf. gegn greiðslu með skráðum skuldabréfum útgefnum af sjóðnum, sem eru með veði í fasteignatryggðum seljendalánum til Heimstaden ehf. Skráðir skuldabréfaflokkar A/F HEIM slhf. eru þrír talsins, HEIM070826, HEIM100646 og HEIM071248.
Meðfylgjandi er árshlutareikningur m.v. 30. júní 2022.