Lördag 28 December | 13:48:53 Europe / Stockholm

Prenumeration

2024-02-15 15:45:00

HEIM070826, HEIM071248 og HEIM100646

LEX ehf., sem umboðsmaður kröfuhafa í skuldabréfaflokkunum HEIM070826, HEIM071248 og HEIM100646, boðar hér með, vegna atvika sem umboðsmaður kröfuhafa hefur orðið áskynja um og í samræmi við ákvæði umboðssamnings, dags. 12. júlí 2021, til kröfuhafafundar, sem haldinn verður fimmtudaginn 29. febrúar næstkomandi á skrifstofu LEX, Borgartúni 26, 105 Reykjavík, frá klukkan 10:00.

Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:

1) Tillaga um nánar tilgreindar breytingar á skilmálum skuldabréfa og veðskjala, sbr. viðhengi við fundarboð þetta.

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

Nánari upplýsingar veita:

Guðmundur Ingvi Sigurðsson – Lögmaður hjá LEX
sími: 590-2634.

Hildur Sveinsdóttir – Lögmaður hjá LEX
sími: 590-2600.