Lördag 28 December | 14:00:51 Europe / Stockholm

Prenumeration

2022-05-12 16:38:00

Aðalfundur A/F Heim slhf. árið 2022

Þann 12. maí 2022 var haldinn aðalfundur A/F HEIM slhf. að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

  1. Á fundinum var ársreikningur félagsins samþykktur.
  2. Samþykkt var að ráðstafa hagnaði til hækkunar á eigin fé. Samkvæmt reglum félagsins er ekki heimilt að greiða arð nema eigendur skuldabréfa sem félagið hefur gefið út, sem eiga samanlagt a.m.k. 90% af kröfum skuldabréfanna, hafi samþykkt slíkt.
  3. Samþykkt var að Deloitte ehf. verði áfram endurskoðunarfélag félagsins og fyrir þess hönd Gunnar Þorvarðarson, löggiltur endurskoðandi.
  4. Samþykkt var að þóknun endurskoðanda yrði samkvæmt samþykktum reikningum.