Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Mid Cap Iceland |
| Sektor | Fastigheter |
| Industri | Förvaltning |
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hefur í dag lokið útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokk HEIMAR301036 GB.
HEIMAR301036 GB er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,04%.
Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 30. október nk. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í kjölfarið.
Skuldabréfin voru seld í lokuðu söluferli og útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Nálgast má grunnlýsingu, endanlega skilmála, grænu umgjörðina og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks á vefsíðu félagsins á slóðinni https://www.heimar.is/fjarfestar/fjarmoegnun/
Tilkynningar sem félagið birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.
Fossar fjárfestingabanki hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veitir:
Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is