Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Mid Cap Iceland |
| Sektor | Tjänster |
| Industri | Fordon & Transport |
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Icelandair flutti 344 þúsund farþega í desember 2025, 10% fleiri en í desember 2024. Þar af voru 27% á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 48% ferðuðust um Íslands og 6% innan Íslands. Farþegar yfir árið í heild voru 5.1 milljón, 8% fleiri en árið 2024 og sló félagið þar með nýtt farþegamet.
Stundvísi var 80,1% sem er framúrskarandi niðurstaða fyrir desember en í sama mánuði árið 2024 var hún 59,7%. Stundvísi jókst einnig fyrir árið í heild en hún var 83,9% samanborið við 82,7% árið 2024. Metsætanýting náðist í desember eða 84,1%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 6%, vegna hærra hlutfalls eyðslugrennri flugvéla í flotanum og góðrar sætanýtingar.
Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 11% samanborið við desember á síðasta ári og fraktflutningar jukust um 3% á sama tíma.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Desember var sá stærsti í sögu okkar og einnig árið í heild en farþegafjöldinn fór í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Við lögðum áherslu á að auka framboð utan háannatíma til að hámarka nýtingu innviða og draga úr árstíðarsveiflu. Framúrskarandi stundvísi á árinu, 83,9%, setur okkur í hóp fremstu flugfélaga Evrópu. Þessi niðurstaða er árangur sameiginlegs átaks alls starfsfólks Icelandair.“