Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Fordon & Transport |
Aðalfundur Icelandair Group var haldinn í dag kl. 16:00. Eftirfarandi fór fram:
a) Ársreikningur (liður 2)
Stjórn félagsins lagði til að samstæðureikningur og móðurfélagsreikningur Icelandair Group yrði samþykktur.
Tillagan var samþykkt.
b) Arðgreiðslur (liður 2)
Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur arður vegna liðins starfsárs.
Tillagan var samþykkt.
c) Þóknun til stjórnarmanna (liður 3)
Stjórn félagsins lagði til við eftirfarandi tillögu um þóknun til stjórnarmanna og fulltrúa í undirnefndum: Hver stjórnarmaður fái 400.000 kr. á mánuði, formaður 800.000 kr. á mánuði, varaformaður 600.000 kr. á mánuði, meðlimir í undirnefndum 130.000 kr. á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar 275.000 kr. á mánuði og formenn annarra undirnefnda 160.000 kr. á mánuði. Stjórnin ákveður þóknun fyrir meðlimi tilnefningarnefndar. Þóknun verður greidd samkvæmt tímagjaldi.
Tillagan var samþykkt
d) Starfskjarastefna (liður 4)
Stjórn félagsins lagði til að starfskjarastefna félagsins yrði samþykkt óbreytt.
Tillagan var samþykkt.
e) Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd (liður 6)
Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörnir í tilnefningarnefnd félagsins þar sem fleiri lýstu ekki yfir framboði:
- Alda Sigurðardóttir
- Georg Lúðvíksson
f) Kosning stjórnar félagsins (liður 7)
Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörnir í stjórn félagsins þar sem fleiri lýstu ekki yfir framboði:
- Guðmundur Hafsteinsson
- John F. Thomas
- Matthew Evans
- Nina Jonsson
- Svafa Grönfeldt
Stjórn hefur skipt með sér verkum. Guðmundur Hafsteinsson er formaður stjórnar og Nina Jonsson er varaformaður stjórnar.
g) Tilnefning til endurskoðunarnefndar (liður 8)
Stjórn félagsins lagði til að Auður Þórisdóttir yrði tilnefnd í endurskoðunarnefnd félagsins sem utanaðkomandi aðili.
Tillagan var samþykkt.
h) Endurskoðendur (liður 9)
Stjórn félagsins lagði til að KPMG ehf. yrðu endurskoðendur félagsins.
Tillagan var samþykkt.
i) Breyting á samþykktum (liður 10)
Stjórn félagsins lagði til að breyting yrði gerð á grein 1.3 í samþykktum félagsins varðandi lögheimili félagsins og myndi greinin hljóða svo:
“Heimilisfang félagsins er að Flugvöllum 1, 221 Hafnarfirði.”
Tillagan var samþykkt.
j) Heimild til kaupa á eigin bréfum (liður 11)
Stjórn félagsins lagði fram eftirfarandi tillögu um kaup á eigin bréfum:
“Stjórn Icelandair Group leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði heimilað að kaupa allt að 10% af eigin hlutum á næstu 18 mánuði í samræmi við 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög til að setja á fót formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. greinar MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014), sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 60/2021, ásamt ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/1052 um tæknilegar reglur um skilyrði sem gilda um endurkaupaáætlanir.”
Tillagan var samþykkt.
Ársskýrslu félagsins má finna hér
Frekari upplýsingar:
Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur. Netfang: ari@icelandair.is