Lördag 10 Maj | 19:14:13 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Est. tid*
2025-10-24 18:10 Kvartalsrapport 2025-Q3
2025-07-18 18:10 Kvartalsrapport 2025-Q2
2025-04-30 - Kvartalsrapport 2025-Q1
2025-03-12 - Årsstämma
2025-01-31 - Bokslutskommuniké 2024
2024-10-22 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-17 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-25 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-07 - Årsstämma
2024-03-07 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.00 ISK
2024-02-01 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-19 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-20 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-04-28 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-09 - Årsstämma
2023-02-02 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-20 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-21 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-04-28 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-03 - Årsstämma
2022-02-03 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-21 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-22 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-29 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-15 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.00 ISK
2021-03-12 - Årsstämma
2021-02-08 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-27 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-27 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-11 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.00 ISK
2020-05-01 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-07 - Bokslutskommuniké 2019
2019-05-10 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.00 ISK
2019-02-07 - Bokslutskommuniké 2018
2017-03-06 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.11 ISK
2016-03-11 - X-dag ordinarie utdelning ICEAIR 0.70 ISK
2015-03-11 - Årsstämma
2015-02-05 - Bokslutskommuniké 2014
2014-10-31 - Analytiker möte 2014
2014-10-30 - Kvartalsrapport 2014-Q3
2014-07-31 - Kvartalsrapport 2014-Q2
2014-04-30 - Kvartalsrapport 2014-Q1
2014-03-11 - Årsstämma
2014-02-06 - Bokslutskommuniké 2013
2013-10-31 - Analytiker möte 2013
2013-10-31 - Kvartalsrapport 2012-Q3
2013-10-30 - Kvartalsrapport 2013-Q3
2013-07-31 - Kvartalsrapport 2013-Q2
2013-05-02 - Kvartalsrapport 2013-Q1
2013-03-13 - Årsstämma
2013-02-08 - 15-7 2013
2013-02-07 - Bokslutskommuniké 2012
2012-11-01 - 15-7 2012
2011-03-18 - Årsstämma

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Icelandair Group är ett flygbolag. Bolaget erbjuder resmål till och från Island, med störst verksamhet inom den europeiska marknaden. Utöver erbjuds långdistansflyg till olika resmål i Nordamerika. Inom koncernen erbjuds, förutom passagerartransport, även diverse globala luftfartstjänster som frakt- och godshantering, samt olika paketerbjudanden som kombinerar upplevelse, flyg och hotell.
2025-04-29 18:09:00
  • Afkomubati í öllum rekstrareiningum milli ára – afkoma í takt við væntingar stjórnenda
  • EBIT afkoma batnaði um 917 milljónir króna (6,6 milljónir USD), EBIT á 1. ársfjórðungi neikvætt um 8,6 milljarða króna (62,3 milljónir USD)
  • Afkoma eftir skatta batnaði um 2,1 milljarð króna milli ára (15,3 milljónir USD)
  • Einingakostnaður lækkaði um 3% og einingatekjur jukust um 1% milli ára
  • Umbreytingavegferð félagsins hélt áfram að styðja við tekjumyndun og lækkun einingakostnaðar
  • Heildartekjur jukust um 11% og námu 39,6 milljörðum króna (286 milljónum USD)
  • Met farþegatekjur 29,6 milljarðar króna (214 milljónir USD), 8% aukning frá fyrra ári
  • Sjóðstreymi frá rekstri 28,3 milljarðar króna (205 milljónir USD), jókst um 8 milljarða króna (58 milljónir USD)
  • Met lausafjárstaða í lok fyrsta ársfjórðungs 67,7 milljarðar króna (510 milljónir USD)
  • Flugframboð jókst um 7% í farþegaleiðakerfinu og metfjöldi farþega 828 þúsund, 9% aukning milli ára
  • Fjórum nýjum Airbus A321LR flugvélum bætt við flotann fyrir sumarið
  • Byggt á núverandi bókunarstöðu er gert ráð fyrir bættri afkomu á 2. og 3. ársfjórðungi í samanburði við síðasta ár. Vegna óvissu varðandi eftirspurn í haust og vetur er erfitt að spá fyrir um afkomu 4. ársfjórðungs. Félagið mun því ekki staðfesta afkomuspá fyrir árið í heild á þessum tímapunkti.


Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var betri í öllum rekstrareiningum. Það er ánægjulegt að sjá einingakostnað halda áfram að lækka þrátt fyrir verðbólgu og kostnaðarhækkanir í takt við áherslu okkar á að bæta rekstur og afkomu félagsins. Í lok fyrsta ársfjórðungs höfðum við ráðist í hagræðingaraðgerðir sem munu skila yfir 40 milljónum dala á ársgrundvelli og gerum við ráð fyrir að fjárhagslegur ávinningur verði samtals 70 milljónir dala á ársgrundvelli í lok árs 2025. Við munum ekki stoppa þar og eru fjölmörg frekari umbótaverkefni í pípunum.

Bókunarstaðan á mörkuðunum til og frá Íslandi er betri en á sama tíma í fyrra og gerum við ráð fyrir bættri afkomu á öðrum og þriðja ársfjórðungi á milli ára. Við sjáum hins vegar hægjast á bókunum til lengri tíma, í haust og inn í næsta vetur, sem endurspeglar óvissu í alþjóðaumhverfinu. Áhersla okkar er því fyrst og fremst á þætti í rekstrinum sem við höfum stjórn á, þar sem við erum þegar að ná árangri. Hluti af því er að aðlaga alla kostnaðarliði okkar enn frekar að því umhverfi sem við störfum í og stilla flugframboð í takt við eftirspurn. Þá vinnum við einnig að því að fjölga tekjustraumum, til dæmis í gegnum alþjóðlegt samstarf við önnur flugfélög sem jafnframt stuðlar að enn fjölbreyttari ferðamöguleikum fyrir viðskiptavini okkar. Nashville í Bandaríkjunum sem við kynntum sem nýjan áfangastað í apríl er mjög gott dæmi um hvernig við tengjum inn í yfirgripsmikið leiðakerfi Southwest Airlines. Samstarfið við Southwest tók einungis gildi í febrúar síðastliðinn en í gegnum það erum við þegar komin með bókanir til yfir 70 flugvalla í Norður-Ameríku. Seinna á þessu ári hefjum við svo flug til Istanbúl þar sem við munum njóta góðs af samstarfi okkar við Turkish Airlines sem opnar á fjölbreyttar tengingar inn á Asíumarkað.

Ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir frábæra frammistöðu á síðustu mánuðum og viðskiptavinum okkar fyrir að velja Icelandair. Ég er sannfærður um að áhersla okkar á hagræðingu í rekstri, til viðbótar við sveigjanleika til að aðlagast síbreytilegum markaðsaðstæðum, geri okkur vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru, bæta arðsemi og skapa virði fyrir hluthafa og íslenskt samfélag til lengri tíma.“

Vefútsending 30. apríl 2025
Kynning á uppgjöri 1. ársfjórðungs ársins 2025 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com miðvikudaginn 30. apríl kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews