Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Fordon & Transport |
Stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að úthluta kaupréttum í samræmi við tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 3. mars 2022, um að innleiða kaupréttaráætlun.
Byggt á þeirri kaupréttaráætlun munu framkvæmdastjórn félagsins og forstöðumenn, alls 51 starfsmenn, öðlast rétt til að kaupa allt að 121.100.000 hluti í gegnum kaupréttarsamninga, þar af mun framkvæmdastjórn öðlast rétt til að kaupa 39.300.000 hluti.
Helstu skilmálar og skilyrði samninganna eru eftirfarandi:
- Tegund: Kaupréttir.
- Þátttakendur: Framkvæmdastjórn og forstöðumenn.
- Varðveislutími: Þrjú ár frá úthlutunardegi.
- Nýtingartímabil: Eitt ár eftir þriggja ára varðveislutímabil. Nýtingartímabil eru tvö á ári í apríl og október í 15 daga eftir birtingu viðkomandi Q1 og Q3 uppgjöra.
- Kaupréttargengi: Gengi kaupréttar verður byggt á hlutabréfaverði Icelandair Group við lokun NASDAQ Ísland á úthlutunardegi auk 3% árlegra vaxta. Gengi kaupréttar skal aðlagað fyrir framtíðararðgreiðslum sem ákveðnar eru eftir úthlutunardag.
Aðrir lykilskilmálar og skilyrði:
- Áunnin kaupréttur sem ekki er nýttur innan nýtingartímabils fellur úr gildi.
- Þátttakendur eru skuldbundnir til að halda hlutum, sem svara til hreins hagnaðar af kaupréttum (eftir skatt) þar til eftirfarandi kröfum um eignarhald er náð mælt í heildarvirði hluta sem margfeldi af árlegum grunnlaunum: Forstjóri: 1x, aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar: 0.5x. Fyrir aðra starfsmenn: 10% af keyptum hlutum.
- Kaupréttirnir eru einungis gildir ef starfsmaður er enn í starfi hjá Icelandair Group eða dótturfélögum þess á nýtingardegi. Starfskjaranefnd getur vikið frá þessu skilyrði undir ákveðnum kringumstæðum.
- Ef breyting á yfirráðum verður, í samræmi við 100. grein laga nr. 108/2007, skulu allir útistandandi kaupréttir verða virkir og hægt verður að nýta kauprétti,
- Félagið mun ekki veita nein lán eða ábyrgðir í tengslum við kaupréttaráætlunina.
- Réttindi og skyldur samkvæmt kaupréttaráætluninni er ekki heimilt að framselja til þriðja aðila.
- Félagið hefur rétt á að endurheimta, að hluta til eða í heild, hagnað sem byggir á röngum, villandi, ófullnægjandi eða röngum gögnum, eða ef viðtakandi var ekki í góðri trú varðandi önnur málefni, sem leiddu til of hárra greiðslna sem ella hefðu ekki verið framkvæmdar.
Stjórn Icelandair Group hefur jafnframt ákveðið að úthluta kaupréttum í samræmi við tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 7. mars 2024, um að innleiða kaupréttaráætlun. Byggt á þeirri kaupréttaráætlun munu framkvæmdastjórn félagsins og forstöðumenn, alls 51 starfsmenn, öðlast rétt til að kaupa allt að 365.500.000 hluti í gegnum kaupréttarsamninga, þar af mun framkvæmdastjórn öðlast rétt til að kaupa 101.300.000 hluti.
Lykilskilmálar eru þeir sömu í báðum kaupréttaráætlunum að undanskildum útreikningi á kaupréttargengi en samkvæmt samþykkt aðalfundar frá 7. mars 2024 skal það hljóða svo:
- Kaupréttargengi: Kaupverð hlutanna við nýtingu verður byggt á dagslokagengi hlutabréfa Icelandair Group á úthlutunardegi auk vaxta sem skulu vera jafnir stýrivöxtum Seðlabanka Íslands eins og þeir eru á hverjum tíma. Þrátt fyrir framangreint skal þó aldrei miða við lægri vexti en 4%. Gengi kauprétta skal aðlagað fyrir framtíðararðgreiðslum sem ákveðnar eru eftir úthlutunardag.
Félagið mun gefa út ný hlutabréf eftir nýtingartímabilið sem svarar til heildarfjölda keyptra hluta. Kostnaður félagsins af útgáfu kaupréttanna er áætlaður vera um USD 1,1 milljón yfir næstu 3 ár byggt á Black-Scholes líkaninu. Heildarfjöldi veittra kaupréttinda er 486.600.000 sem samsvarar til 1,2% af heildarútgefnu hlutafé.
Upplýsingar um kauprétti sem veittir hafa verið til framkvæmdastjórnar Icelandair:
Name | Position | Stock options granted | Stock options previously granted | Shares owned | Shares owned by financially related parties |
Bogi Nils Bogason | President & CEO | 27,900,000 | 44,200,000 | 0 | 23,625,000 |
Árni Hermannsson | MD Aircraft Leasing and Consulting | 16,100,000 | 25,400,000 | 100,000 | 7,500,000 |
Elísabet Helgadóttir | Chief Human Resources Officer | 16,100,000 | 25,400,000 | 0 | 8,666,667 |
Einar Már Guðmundsson | MD Air Freight and Logistics | 16,100,000 | 18,200,000 | 1,750,000 | 0 |
Ívar S. Kristinsson | Chief Financial Officer | 16,100,000 | 25,400,000 | 4,250,000 | 0 |
Rakel Óttarsdóttir | Chief Digital Officer | 16,100,000 | 25,400,000 | 2,500,000 | 0 |
Sylvía Ólafsdóttir | Chief Operating Officer | 16,100,000 | 25,400,000 | 250,000 | 0 |
Tómas Ingason | Chief Commercial Officer | 16,100,000 | 25,400,000 | 57,405 | 7,500,000 |