Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. Barbara Inga starfaði áður sem „Global Head of Regulatory Change“ hjá Deutche Bank þar sem hún bar ábyrgð á meðferð reglubreytinga og var áhersla þar m.a. lögð á að greina tækifæri sem breytingarnar höfðu á starfsemi bankans.
Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. Barbara Inga starfaði áður sem „Global Head of Regulatory Change“ hjá Deutche Bank þar sem hún bar ábyrgð á meðferð reglubreytinga og var áhersla þar m.a. lögð á að greina tækifæri sem breytingarnar höfðu á starfsemi bankans. Barbara Inga hefur starfað hjá Wells Fargo og fyrir bæði breska fjármálaeftirlitið (FCA) sem og það íslenska (FME). Barbara kom til liðs við Íslandsbanka á haustdögum þar sem hún hefur unnið að umbótaverkefnum. Hún tekur við starfi framkvæmdastjóra Regluvörslu 1. nóvember næstkomandi.
Barbara er með BA og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M í „International Financial Law“ frá King's College London.
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka:
„Það er mikill fengur að fá Barböru til liðs við okkur. Með því að lyfta Regluvörslu í framkvæmdastjórn bankans erum við að koma til móts við allar þær breytingar sem eru að verða á regluverki banka í heiminum og undirbúa okkur betur fyrir öfluga sókn. Barbara býr yfir mikilli reynslu eftir störf hjá erlendum bönkum og fjármálaeftirlitum. Við erum mjög spennt að fá hana í framkvæmdastjórn bankans.“