Lördag 2 Augusti | 23:49:15 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Est. tid*
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-02-09 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-27 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-28 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-05 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - Årsstämma
2022-02-10 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriStorbank
Íslandsbanki är verksamma inom finanssektorn. Idag erbjuder banken ett brett utbud av finansiella tjänster, huvudsakligen inriktat mot små- och medelstora företagskunder. Tjänsteutbudet är brett och inkluderar exempelvis kapitalförvaltning samt lånefinansiering. Utöver huvudverksamheten erbjuds diverse kringtjänster. Bolaget bedriver verksamhet runtom den isländska hemmamarknaden.
2025-07-31 17:50:00

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2025 og 12,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2025.

Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu annars ársfjórðungs 2025 (2F25)

  • Hagnaður af rekstri nam 7,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2025 (2F24: 5,3 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 13,0% á ársgrundvelli (2F24: 9,7%).
  • Hreinar vaxtatekjur námu 13,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 1.390 milljónir króna á 2F25 samanborið við 2F24.
  • Vaxtamunur var 3,3% á öðrum ársfjórðungi 2025, samanborið við 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2024.
  • Hreinar þóknanatekjur jukust um 12,8% á öðrum ársfjórðungi samanborið við annan ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,6 milljörðum króna á 2F25.
  • Hreinar fjármunatekjur voru 13 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 499 milljónir króna á 2F24.
  • Aðrar rekstrartekjur námu 143 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2025, samanborið við 45 milljónir króna á 2F24.
  • Stjórnunarkostnaður nam 7,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2025, en stjórnunarkostnaður nam 7,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024, þegar frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 470 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar sem gjaldfærð var á 2F24.
  • Kostnaðarhlutfall bankans var 41,0% á öðrum ársfjórðungi 2025. Kostnaðarhlutfallið var 45,7% á 2F24 og undanskilur gjaldfærslu vegna stjórnvaldssektar að fjárhæð 470 milljónir króna sem gjaldfærð var á 2F24.
  • Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 402 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2025 samanborið við jákvæða virðisbreytingu sem nam 137 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var -12 punktar á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi 2025 samanborið við -4 punkta á öðrum ársfjórðungi 2024.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 32,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2025 frá fyrsta ársfjórðungi 2025 og voru 1.331 milljarður króna í lok annars ársfjórðungs 2025.
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 3,1% milli loka fyrsta og annars ársfjórðungs 2025 og námu 966 milljörðum króna í lok 2F25.
  • Eigið fé nam 224,7 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs 2025, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024.
  • Eiginfjárhlutfall var 21,5% í lok annars ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í lok árs 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,5%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 330 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok annars ársfjórðungs 2025, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans sem er að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila.
  • Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok annars ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 36,7%, 720 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila.

Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu á fyrri helmingi ársins 2025 (1H25)

  • Hagnaður af rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2025 nam 12,4 milljörðum króna (1H24: 10,7 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár á 1H25 var 11,1% á ársgrundvelli (1H24: 9,8%). Bankinn leiðbeinir í þá átt að arðsemi verði á bilinu 10-11% fyrir árið 2025 í heild, að bví gefnu að virðisrýrnun sé í takti við það sem búast má við í gegnum hagsveifluna.
  • Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins námu 26,8 milljörðum króna, sem er aukning um 9% milli ára.
  • Hreinar þóknanatekjur námu 6,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2025 og jukust um 7,5% samanborið við fyrri helming ársins 2024 þegar þær námu 6,2 milljörðum króna.
  • Hrein fjármagnsgjöld voru 973 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 735 milljón króna á sama helmingi í fyrra.
  • Stjórnunarkostnaður var 14,7 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins 2025, en var 14,2 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins 2024, þegar frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi 2024.
  • Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 44,8% á fyrri helmingi ársins 2024 í 44,1% á fyrri helmingi ársins 2025. Kostnaðarhlutfall á 1H24 undanskilur gjaldfærslu stjórnvaldssektar að fjárhæð 470 milljónir króna sem gjaldfærð var á 2F24.
  • Virðisbreyting á fjáreignum var jákvæð um sem nam 399 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2025 samanborið við virðisrýrnun um 567 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.


Lykiltölur

  2F251F254F243F242F24
REKSTURHagnaður tímabils, m.kr.7.1925.2096.2837.2805.266
 Arðsemi eigin fjár13,0%9,4%11,2%13,2%9,7%
 Vaxtamunur (af heildareignum)3,3%3,2%2,7%2,9%3,1%
 Kostnaðarhlutfall1,241,0%47,6%45,7%40,4%45,7%
 Áhættukostnaður útlána3(0,12%)0,00%(0,11%)(0,27%)(0,04%)
  




  30.6.2531.3.2531.12.2430.9.2430.6.24
EFNAHAGURÚtlán til viðskiptavina, m.kr.1.331.2881.298.8491.295.3881.274.0941.276.608

Eignir samtals, m.kr.1.696.0341.667.4291.607.8071.622.4581.595.896

Áhættuvegnar eignir, m.kr.1.084.4921.061.9031.040.9721.021.2431.019.494

Innlán frá viðskiptavinum, m.kr.966.075936.779926.846927.011916.127

Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum138%139%140%137%139%

Hlutfall lána með laskað lánshæfi41,6%1,8%1,6%1,6%1,8%


     
       
LAUSAFÉFjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar125%128%125%126%123%

Lausafjárþekjuhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar185%202%168%223%190%







       
EIGIÐ Eigið fé samtals, m.kr.224.725217.894227.355223.388216.501

Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1518,5%18,6%20,1%20,2%19,9%

Eiginfjárhlutfall þáttar 1519,4%19,5%21,0%21,2%20,9%

Eiginfjárhlutfall521,5%21,6%23,2%23,4%23,1%

Vogunarhlutfall12,0%12,1%13,2%13,0%13,0%

MREL hlutfall636,7%37,8%33,4%35,6%35,6%

1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður – einskiptiskostnaður) / (heildarrekstrartekjur – einskiptistekjur).
2. Kostnaðarhlutfall undanskilur stjórnvaldssekt að fjárhæð 470 m.kr. á 2F24.
3. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
4. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
5. Á fyrsta ársfjórðungi 2025 veitti Seðlabanki Íslands bankanum leyfi til endurkaupa á eigin hlutum og lækka hlutafé bankans, því eru eiginfjárhlutföll 31. mars 2025 og 30. júní 2025 lægri heldur en í lok árs 2024.
6. MREL hlutfallið er birt að meðtöldu almennu eiginfé þáttar 1 sem er haldið til að mæta samanlagðri kröfu um eiginfjárauka.

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka:
Óhætt er að segja að annar ársfjórðungur ársins 2025 hafi verið viðburðaríkur í rekstri Íslandsbanka. Sala ríkisins á eftirstandandi eignarhlut þess í bankanum í maímánuði gekk vel. Hún markaði tímamót í rekstri Íslandsbanka og það eru spennandi tækifæri sem gefast við slík tímamót. Þá var sérstaklega ánægjulegt að sjá mikla þátttöku almennings í útboðinu en virk þátttaka einstaklinga á hlutabréfamarkaði er stórt skref í því að auka virkni og dýpt markaðarins hér heima og fögnum við auknum umsvifum einstaklinga á verðbréfamarkaði.
Afkoma Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi 2025 var góð og nam 7,2 milljörðum króna, sem er um 18% yfir spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins 2025 nam 12,4 milljörðum króna. Góður gangur er í grunnrekstri bankans og jukust vaxtatekjur um rúmlega 11% á öðrum ársfjórðungi 2025 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 13%. Vaxtamunur var 3,3% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi var 13,0% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið var 41,0%. Sömu hlutföll fyrir fyrri hluta árs 2025 voru 11,1% og 44,1%, sem er í samræmi við fjárhagsleg markmið bankans.
Góður og mikill gangur hefur verið í þjónustu bankans við fyrirtæki um allt land og við erum stolt af góðu sambandi okkar við fyrirtækin og þátttöku Íslandsbanka í margvíslegum verkefnum þeirra. Fyrirtækjaráðgjöf bankans hefur nýverið lokið mikilvægum verkefnum og verkefnastaðan er sterk inn í haustið. Viðskiptabankinn heldur uppteknum hætti og mælist nú með hæsta meðmælendaskor, NPS, hér á landi meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja og afar sterka markaðshlutdeild á sama markaði. Þá fer samstarf Íslandsbanka og VÍS vel af stað og viðskiptavinir beggja félaga njóta aukinna fríðinda vegna samstarfsins.
Fram undan eru spennandi tímar og staða Íslandsbanka er afar sterk. Umfram eigið fé (CET1) bankans nam um 40 milljörðum króna í lok fjórðungsins og horfir bankinn enn til vaxtartækifæra, jafnt innri og ytri. Bankinn hóf endurkaup á eigin bréfum að nýju í byrjun júlí eftir að hafa gert hlé í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 og ýtti þar með úr vör endurkaupum fyrir allt að 15 milljarða króna að markaðsvirði.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 23. ágúst næstkomandi og fylgir mikil tilhlökkun viðburðinum í ár líkt og fyrri ár. Áheitasöfnun þátttakenda gengur vel og verður gaman að sjá miðborg Reykjavíkur fyllast af hlaupurum á öllum aldri uppskera eftir undirbúning liðinna vikna og mánaða.

Afkomuefni
Ítarlegri upplýsingar um rekstur og afkomu Íslandsbanka má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar. Íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, fjárfestafund og fjárhagsdagatal). Sé misræmi á milli tilkynninga á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, gildir enska útgáfan.

Fyrirvari
Fréttatilkynning þessi gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er á ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.

FJÁRFESTATENGSL
Vefstreymi föstudaginn 1. ágúst 2025
Íslandsbanki mun halda afkomufund í vefstreymi föstudaginn 1. ágúst 2025 kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri og Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri munu kynna afkomu og helstu atriði í rekstri bankans á öðrum ársfjórðungi 2025. Fundurinn fer fram á ensku.
Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum hlekk á vefsvæði fjárfestatengsla á vef bankans. Upptaka verður aðgengileg á sama stað að honum loknum. Þátttaka, og möguleikinn á að senda inn skriflegar spurningar, fer fram á þessari síðu. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Að skráningu lokinni verður símanúmer og auðkenni fyrir fundinn afhent. Allar upplýsingar um fundinn má finna hér.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Íslandsbanka: ir@islandsbanki.is.

Fjárhagsdagatal
Upplýsingar um fjárhagsdagatal Íslandsbanka eru aðgengilegar á vef bankans. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Fjárfestaefni
Allt fjárfestaefni verður birt á vefsvæði fjárfestatengsla þar sem upplýsingar um fjárhagsdagatal og þögul tímabil eru einnig aðgengilegar.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi afkomu á öðrum ársfjórðungi 2025 sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.