Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og 18,0 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024
Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu þriðja ársfjórðungs 2024 (3F24)
• Hagnaður af rekstri nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 (3F23: 6,0 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 13,2% á ársgrundvelli (3F23: 11,0%).
• Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá 3F23.
• Vaxtamunur var 2,9% á þriðja ársfjórðungi, sá sami og á þriðja ársfjórðungi 2023.
• Hreinar þóknanatekjur jukust um 4,9% samanborið við þriðja ársfjórðung 2023 og námu samtals 3,6 milljörðum króna á fjórðungnum.
• Hreinar fjármagnstekjur námu 228 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 193 milljónir króna á 3F23.
• Stjórnunarkostnaður nam 6,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024, samanborið við 6,0 milljarða króna á 3F23, sem er 10,0% hækkun á milli ára.
• Kostnaðarhlutfall bankans var 41,4% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 39,0% á 3F23.
• Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2024 samanborið við virðisrýrnun sem nam 583 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi 2023. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var -0,27 prósentustig á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi 2024 samanborið við 0,19 prósentustig á sama ársfjórðungi 2023.
• Útlán til viðskiptavina drógust saman um 2,5 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 0,2% frá öðrum ársfjórðungi og voru 1.274 milljarðar króna í lok þriðja ársfjórðungs 2024.
• Innlán frá viðskiptavinum jukust um 10,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins 2024 frá öðrum ársfjórðungi 2024, eða um 1,2%. Innlán frá viðskiptavinum námu 927 milljörðum króna í lok fjórðungsins.
• Eigið fé nam 223,4 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 224,7 milljarða króna í lok árs 2023.
• Eiginfjárhlutfall var 23,4% í lok þriðja ársfjórðungs 2024, samanborið við 25,3% í árslok 2023. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 20,2%, samanborið við 21,4% í árslok 2023, sem er 480 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni. Bankinn hefur tilkynnt um áætlun sína að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans fyrir árslok 2025, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Slíkt getur falið í sér ytri eða innri vöxt, og/eða útgreiðslu til hluthafa, með hefðbundnum endurkaupum á eigin hlutum, öfugu útboðsfyrirkomulagi eða sérstökum arðgreiðslum.
Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 (9M24)
• Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%).
• Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára.
• Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023.
• Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra.
• Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar.
• Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024.
• Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður.
Lykiltölur
3F24 | 2F24 | 1F24 | 4F23 | 3F23 | ||
REKSTUR | Hagnaður tímabils, m.kr. | 7.280 | 5.266 | 5.417 | 6.228 | 6.007 |
Arðsemi eigin fjár | 13,2% | 9,7% | 9,8% | 11,2% | 11,0% | |
Vaxtamunur (af heildareignum) | 2,9% | 3,1% | 3,0% | 2,9% | 2,9% | |
Kostnaðarhlutfall 1,2 | 41,4% | 46,4% | 44,9% | 42,1% | 39,0% | |
Áhættukostnaður útlána 3 | (0,27%) | (0,04%) | 0,23% | 0,33% | 0,19% | |
30.9.24 | 30.6.24 | 31.3.24 | 31.12.23 | 30.9.23 | ||
EFNAHAGUR | Útlán til viðskiptavina, m.kr. | 1.274.094 | 1.276.608 | 1.248.295 | 1.223.426 | 1.210.499 |
Eignir samtals, m.kr. | 1.622.458 | 1.595.896 | 1.643.707 | 1.582.694 | 1.643.600 | |
Áhættuvegnar eignir, m.kr. | 1.021.243 | 1.019.494 | 1.015.161 | 977.032 | 986.355 | |
Innlán frá viðskiptavinum, m.kr. | 927.011 | 916.127 | 879.554 | 850.709 | 864.189 | |
Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum | 137% | 139% | 142% | 144% | 140% | |
Hlutfall lána með laskað lánshæfi 4 | 1,6% | 1,8% | 1,9% | 1,8% | 1,8% | |
LAUSAFÉ | Fjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar | 126% | 123% | 127% | 124% | 120% |
Lausafjárþekjuhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar | 223% | 190% | 190% | 195% | 247% | |
EIGIÐ FÉ | Eigið fé samtals, m.kr. | 223.388 | 216.501 | 215.718 | 224.693 | 219.694 |
Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 5 | 20,2% | 19,9% | 19,9% | 21,4% | 20,9% | |
Eiginfjárhlutfall þáttar 1 5 | 21,2% | 20,9% | 20,9% | 22,5% | 21,9% | |
Eiginfjárhlutfall 5 | 23,4% | 23,1% | 23,6% | 25,3% | 24,6% | |
Vogunarhlutfall 5 | 13,0% | 13,0% | 12,6% | 13,4% | 12,7% | |
MREL hlutfall 6 | 35,6% | 35,6% | 39,1% | 41,3% | 39,2% |
1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).
2. Kostnaðarhlutfall undanskilur stjórnvaldssekt að fjárhæð 470 m.kr. á 2F24 og 100 m.kr. á 4F23.
3. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
4. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
5. Að meðtöldum 1F24 hagnaði fyrir 31.3.24 og 3F23 hagnaði fyrir 30.9.23.
6. MREL hlutfallið er birt að meðtöldu almennu eiginfé þáttar 1 sem er haldið til að mæta samanlagðri kröfu um eiginfjárauka.
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka
Rekstur Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi gekk vel og nam hagnaður 7,3 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 13,2% á fjórðungnum, sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,9%, sem er einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur jukust um tæp 4% samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall var 41,4% á þriðja ársfjórðungi, og 44,2% fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans er að það hlutfall sé undir 45%. Unnið hefur verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi.
Í lok septembermánaðar héldum við vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka var kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni var einnig sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verður á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf er einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og er bankinn vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru.
Eignagæði eru áfram góð og hefur langvarandi hátt vaxtastig ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans er lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar voru því góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir mun verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans.
Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.
Afkomuefni
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu Íslandsbanka má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem finna má í viðhengi (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, fjárfestafund og fjárhagsdagatal). Sé misræmi á milli tilkynninga á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, gildir enska útgáfan.
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er á ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
FJÁRFESTATENGSL
Vefstreymi fimmtudaginn 24. október 2024
Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi fimmtudaginn 24. október 2024 kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri og Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á þriðja ársfjórðungi ársins 2024. Fundurinn fer fram á ensku.
Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum hlekk á vefsvæði fjárfestatengsla á vef bankans. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á sama stað að honum loknum. Þátttaka, og möguleikinn á að bera fram skriflegar spurningar, fer fram á þessari síðu. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Að skráningu lokinni færðu afhent símanúmer og auðkenni fyrir fundinn. Allar upplýsingar um fundinn má finna hér.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Íslandsbanka í gegnum netfangið ir@islandsbanki.is.
Fjárhagsdagatal
Stefnt er birtingu árshluta- og ársuppgjörs á eftirfarandi dagsetningum:
Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2024/Ársuppgjör 2024 – 13. febrúar 2025
Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 – 8. maí 2025
Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 – 31. júlí 2025
Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 – 30. október 2025
Frekari upplýsingar um fjárhagsdagatal Íslandsbanka fyrir árið 2025 eru aðgengilegar á vef bankans. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Fjárfestaefni
Allt fjárfestaefni mun verða birt á vefsvæði fjárfestatengsla þar sem upplýsingar um fjárhagsdagatal og þögul tímabil eru einnig aðgengilegar.
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi afkomu á þriðja ársfjórðungi 2024 sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.