Onsdag 5 Februari | 23:47:18 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-02-09 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-27 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-28 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-05 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - Årsstämma
2022-02-10 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriStorbank
Íslandsbanki är verksamma inom finanssektorn. Idag erbjuder banken ett brett utbud av finansiella tjänster, huvudsakligen inriktat mot små- och medelstora företagskunder. Tjänsteutbudet är brett och inkluderar exempelvis kapitalförvaltning samt lånefinansiering. Utöver huvudverksamheten erbjuds diverse kringtjänster. Bolaget bedriver verksamhet runtom den isländska hemmamarknaden.
2025-02-05 17:00:00

Þann 5. febrúar 2025 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) Íslandsbanka hf. (bankinn) heimild fyrir allt að 15 milljarða króna endurkaupum eigin hluta að markaðsvirði og til lækkunar hlutafjár.

Við lok dags 4. febrúar átti bankinn 115.584.211 eigin hluti, sem svarar til 5,78% af útgefnum hlutum.

Bankinn mun nýta heimildina til endurkaupa í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup bankans á eigin bréfum, til dæmis með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Bankinn mun tilkynna um tímasetningu og framkvæmd endurkaupa samkvæmt framangreindri heimild þegar ákvörðun um þau hefur verið tekin.

Til áréttingar skal þess getið að yfirstandandi endurkaup bankans sem tilkynnt var um þann 14. júní 2024 fara fram á grundvelli fyrri heimildar fjármálaeftirlitsins sem veitt var árið 2024. Til viðbótar við núverandi umferð endurkaupa hefur bankinn heimild, samkvæmt sömu heimild fjármálaeftirlitsins, til endurkaupa á eigin hlutum að fjárhæð um 2 milljarða króna.   

Jafnframt veitti fjármálaeftirlitið bankanum heimild til lækkunar hlutafjár sem nemur fjárhæð þeirra eigin hluta sem keyptir eru á grundvelli heimilda fjármálaeftirlitsins sem veittar voru árin 2023 og 2024. Lækkun hlutafjár á grundvelli slíkrar heimildar er háð samþykki hluthafafundar bankans.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi heimild fjármálaeftirlitsins fyrir endurkaupum eigin hlutabréfa og til lækkunar hlutafjár sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055