Tisdag 1 Juli | 06:43:29 Europe / Stockholm
2025-06-30 15:37:00

Hluthafafundur í Íslandsbanka verður haldinn í dag, mánudaginn 30. júní, í höfuðstöðvum bankans.

Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka hf. (hér eftir Íslandsbanki eða bankinn) dags. 6. júní 2025 um boðun hluthafafundar. Hluthafafundurinn verður haldinn í Íslandsbanka í dag klukkan 16:00 í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3, Kópavogi. Sérstök athygli hluthafa er vakin á því að öll gögn fyrir fundinn eru aðgengileg á vef bankans. Stjórn bankans hefur birt breytingartillögu á tillögu sinni um starfskjarastefnu sem hún hyggst bera upp á fundinum.