Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. tilkynnir í dag eigendum 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 7,375% vexti og er á gjalddaga 17. maí 2026 (ISIN: XS2553604690) um nýtingu innköllunarheimildar.
Íslandsbanki hf. (hér eftir Íslandsbanki eða bankinn) hefur í dag tilkynnt eigendum 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 7,375% vexti og er á gjalddaga 17. maí 2026 (ISIN: XS2553604690) (hér eftir skuldabréfin) um nýtingu innköllunarheimildar í samræmi við skilyrði 6.6 í skilmálum skuldabréfanna (e. Clean-up Redemption at the option of the Issuer (Clean-up Redemption Option)).
Íslandsbanki tilkynnir jafnframt að bankinn hefur óskað eftir afskráningu skuldabréfanna í írsku kauphöllinni (the Irish Stock Exchange plc trading as Euronext Dublin) þar sem skuldabréfin eru skráð og viðskiptum með skuldabréfin verði þegar hætt. Nánari upplýsingar um innköllunina má finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni (https://direct.euronext.com/#/rispublication) þar sem skuldabréfin eru skráð.