Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka hf. (hér eftir bankinn) sem birt var 30. nóvember 2023 um endurkaupatilboð til eigenda ákveðinna útistandandi skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga á árinu 2024, sem eru listuð hér að neðan, gegn eingreiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið).
Lýsing skuldabréfanna / ISIN:
SEK 250,000,000 FRN á gjalddaga í mars 2024 / XS2325364110
SEK 200,000,000 FRN á gjalddaga í júlí 2024 / XS2361673218
SEK 800,000,000 FRN á gjalddaga í nóvember 2024 / XS2557201394
NOK 400,000,000 FIXED á gjalddaga í janúar 2024 / NO0010842396
NOK 150,000,000 FRN á gjalddaga í mars 2024 / NO0010964836
NOK 475,000,000 FRN á gjalddaga í júlí 2024 / NO0011042269
Bankinn hefur nú uppfært verð tiltekinna skuldabréfa samkvæmt endurkaupatilboðinu. Önnur ákvæði endurkaupatilboðsins haldast óbreytt. Endurkaupatilboðið er háð þeim skilmálum sem er að finna í hjálagðri tilkynningu um endurkaupatilboð (e. Tender Information Document) dagsett 1. desember 2023.
Endurkaupatilboðið gildir til klukkan 12:00 CET þann 4. desember 2023. Íslandsbanki áskilur sér rétt til að framlengja, endurnýja, afturkalla eða enda endurkaupatilboðið (e. „Expiration Date“). Áætlað er að endanleg verðlagning endurkaupatilboðsins liggi fyrir um kl. 13:00 CET þann 4. desember 2023.
Umsjónaraðili með endurkaupunum fyrir hönd Íslandsbanka er Skandinaviska Enskilda Banken AB (publ) (“SEB”).
Vinsamlegast hafið samband við umsjónaraðila til að taka þátt í endurkaupatilboðinu: Skandinaviska Enskilda Banken AB (publ); sími: +44 7818 426 149; netfang: liabilitymanagementdcm@seb.se.