Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Á aðalfundi Íslandsbanka hf. þann 31. mars 2025 var samþykkt tillaga stjórnar bankans um að lækka hlutafé félagsins.
Á aðalfundi Íslandsbanka hf. þann 31. mars 2025 var samþykkt tillaga stjórnar bankans um að lækka hlutafé félagsins. Fundurinn samþykkti að hlutafé bankans yrði lækkað um 597.646.150 kr. að nafnverði, eða sem nemur 119.529.230 hlutum, úr 10.000.000.000 kr., í 9.402.353.850 kr. að nafnverði. Lækkunin verður framkvæmd með ógildingu eigin hluta bankans að framangreindri fjárhæð. Eftir lækkunina verður fjöldi útgefinna hluta alls 1.880.470.770. Lækkunin nemur þeim hlutum sem bankinn átti þann 28. febrúar 2025 og hafði keypt samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun og með öfugu tilboðsfyrirkomulagi á árunum 2023-2025 í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé bankans. Eftir lækkunina mun bankinn eiga 6.920.000 eigin hluti.
Ríkisskattsstjóri hefur nú samþykkt lækkunina og beiðni hefur verið send á Nasdaq Iceland um að endurspegla það í kerfum sínum. Lækkunin verður framkvæmd þann 4. apríl 2025.
Að öðru leyti er vísað til kynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi kauphallarinnar þann 31. mars 2025 þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar bankans.