2025-05-26 20:01:00
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa ISB CB 31 fyrir samtals 2.100 m.kr.
Heildareftirspurn í útboðinu var 7.060 m.kr. á bilinu 7,20% til 7,55%. Samþykkt tilboð voru samtals 2.100 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,39%.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 3. júní 2025.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.