2025-06-18 18:44:00
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 2.480 m.kr.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 31 voru samtals 660 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,51%. Heildartilboð voru 1.020 m.kr. á bilinu 7,48% til 7,55%.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 32 voru samtals 1.260 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,64%. Heildartilboð voru 1.460 m.kr. á bilinu 3,60% til 3,65%.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CBI 26 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Engin tilboð bárust í endurkaup.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 25. júní 2025.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.