Onsdag 7 Januari | 04:20:46 Europe / Stockholm
2025-12-08 17:45:00

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 3.280 m.kr.

Öll tilboð voru samþykkt í óverðtryggða flokkinn ISB CB 31, samtals 2.080 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,85%. Heildartilboð voru á bilinu 6,80% til 6,85%.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 32 voru samtals 800 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,32%. Heildartilboð voru 1.200 m.kr. á bilinu 3,29% til 3,36%.

Niðurstaða endurkaupa á ISB CBI 26 verður tilkynnt á morgun.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 15. desember 2025.
 
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.