Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Large Cap Iceland |
| Sektor | Finans |
| Industri | Storbank |
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 5.040 m.kr.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 31 voru samtals 1.980 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,20%. Heildartilboð voru 2.540 m.kr. á bilinu 7,17% til 7,21%. Heildarstærð flokks eftir útgáfuna verður 15.560 m.kr. og þar af eru 960 m.kr. til eigin nota.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 32 voru samtals 2.400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,18%. Heildartilboð voru 2.500 m.kr. á bilinu 3,15% til 3,20%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans. Heildarstærð flokks er 40.000 m.kr. og þar af eru 24.600 m.kr. til eigin nota eftir útboðið.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 19. janúar 2026.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.