Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 4.720 m.kr.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 29 voru samtals 2.380 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,91%. Heildartilboð voru 4.460 m.kr. á bilinu 3,88% til 3,95%.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 220 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,40%. Heildartilboð voru 260 m.kr. á kröfunni REIBOR + 0,40% til REIBOR + 0,438%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokka ISB CB 23 og ISB CBI 24 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð skuldabréfanna var fyrirfram ákveðið og hreint verð í ISB CB 23 var 99,8118 (ávöxtunarkrafa 9,65%) og ISB CBI 24 var 99,5810 (ávöxtunarkrafa 4,50%). Bankinn kaupir til baka að nafnvirði 280 m.kr. í ISB CB 23 og 1.210 m.kr. í ISB CBI 24.