Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Aðalfundur Íslandsbanka hf. var haldinn í dag, mánudaginn 31. mars 2025, í fundarsalnum Háteig á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. Jafnframt var gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.
Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Linda Jónsdóttir, stjórnarformaður, flutti skýrslu stjórnar og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri, fór yfir starfsemi og afkomu bankans á árinu 2024. Ársreikningur bankans var samþykktur sem og tillaga um greiðslu arðs að fjárhæð 12,1 milljarða króna, sem jafngildir 6,46 krónur á hlut. Ákvað fundurinn að KPMG ehf. verði kjörið endurskoðunarfélag Íslandsbanka.
Sjálfkjörið var í stjórn bankans og stöður varamanna án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Í stjórn Íslandsbanka sitja því nú eftirfarandi sjö stjórnarmenn:
- Agnar Tómas Möller
- Haukur Örn Birgisson
- Helga Hlín Hákonardóttir
- Linda Jónsdóttir
- Stefán Pétursson
- Stefán Sigurðsson
- Valgerður Hrund Skúladóttir
Linda Jónsdóttir var endurkjörinn formaður stjórnar.
Varamenn í stjórn Íslandsbanka eru:
- Herdís Gunnarsdóttir
- Páll Grétar Steingrímsson
Samþykkt var tillaga stjórnar um þóknun stjórnarmanna og laun varamanna sem og tillögur stjórnar um breytingar á starfskjarastefnu bankans. Jafnframt var samþykkt tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins.
Þá samþykkti aðalfundur tillögu stjórnar um heimild stjórnar til að kaupa fyrir hönd bankans allt að 10% af hlutafé hans. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup bankans á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum.
Aðalfundur samþykkti einnig þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd bankans. Sjálfkjörið var í tilnefningarnefnd bankans og stöðu varamanns án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Í tilnefningarnefnd sitja því nú eftirfarandi tveir nefndarmenn:
- Helga Valfells
- Hilmar Garðar Hjaltason
Varamaður í tilnefningarnefnd bankans er Anna Rut Þráinsdóttir.
Kosið var í stöðu utanaðkomandi nefndarmanns í endurskoðunarnefnd bankans og var Páll Grétar Steingrímsson kjörinn.
Í meðfylgjandi skjali er nánar greint frá niðurstöðum fundarins.