Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. (Íslandsbanki eða bankinn) ákvað að taka tilboðum fyrir 211.000 hluti á genginu 121,0 krónur fyrir hvern hlut í endurkaupum sem tilkynnt var um fimmtudaginn 24. október 2024. Bankinn tók þeim tilboðum sem bárust og honum var heimilt að taka. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er þriðjudagurinn 29. október 2024.
Endurkaupin eru í samræmi við viðeigandi lög, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna kaupa bankans á eigin hlutum er fyrirliggjandi.
Íslandsbanki á 87.440.363 hluti, eða sem nemur 4.37% af útgefnu hlutafé að loknum kaupum á þeim bréfum sem um ræðir hér að ofan.
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi endurkaupin sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.