Söndag 23 Februari | 07:32:26 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Est. tid*
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-02-09 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-27 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-28 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-05 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - Årsstämma
2022-02-10 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriStorbank
Íslandsbanki är verksamma inom finanssektorn. Idag erbjuder banken ett brett utbud av finansiella tjänster, huvudsakligen inriktat mot små- och medelstora företagskunder. Tjänsteutbudet är brett och inkluderar exempelvis kapitalförvaltning samt lånefinansiering. Utöver huvudverksamheten erbjuds diverse kringtjänster. Bolaget bedriver verksamhet runtom den isländska hemmamarknaden.
2025-02-12 17:30:00

Íslandsbanki hf. (Íslandsbanki eða bankinn) hefur gert samninga um viðskiptavakt við Kviku banka hf. (Kvika banki) og Fossa fjárfestingarbanka hf. (Fossar) á hlutabréfum útgefnum af Íslandsbanka sem skráð eru á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB.

Tilgangur samninganna er að efla viðskipti með hlutabréf bankans á Nasdaq Iceland (Kauphöllin) í því skyni að seljanleiki hlutabréfa bankans aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samkvæmt samningunum skulu Kvika banki og Fossar dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf bankans í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaður opnar, að lágmarki í 112.500 hluti að nafnvirði hvor, á gengi sem Kvika banki og Fossar ákveða en þó ekki með meira en 3,0% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Sé gengið að tilboði Kviku banka eða Fossa skulu þeir leggja fram nýtt tilboð innan 10 mínútna.

Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal Kviku banka og Fossum vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5,0% er Kviku banka og Fossum heimilt að auka hámarksverðbil í 3,0%.

Eigi Kvika banki og Fossar viðskipti með bréf bankans fyrir 675.000 hluti að nafnvirði hvor (hámarksfjárhæð), eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Kviku banka og Fossa, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Samningarnir eru ótímabundnir og gilda frá og með 17. febrúar 2025. Samningsaðilum er heimilt að segja þeim upp með 14 daga fyrirvara eða eftir samkomulagi hverju sinni.
Samhliða tilkynnir Íslandsbanki um að bankinn hafi sagt upp samningi sínum við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Íslandsbanka sem skráð eru á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 14. febrúar 2025.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi samningana um viðskiptavakt. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.