Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Large Cap Iceland |
| Sektor | Finans |
| Industri | Storbank |
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Stjórn Íslandsbanka hf. boðaði til hluthafafundar bankans með tilkynningu 22. desember 2025. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 19. janúar 2026, kl. 16:00, á hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Jafnframt er gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Atkvæðagreiðsla á fundinum fer eingöngu fram með rafrænum hætti.
Í samræmi við samþykktir bankans hefur bankinn starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu á aðalfundi bankans, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá.
Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd og starfsreglur nefndarinnar má finna á vef bankans.
Með tilkynningu í kerfi Kauphallarinnar og auglýsingu á vefsíðu bankans þann 15. desember 2025 óskaði tilnefningarnefnd Íslandsbanka eftir framboðum til stjórnar, og sjónarmiðum hluthafa varðandi störf nefndarinnar í aðdraganda hluthafafundarins fyrir 22. desember 2025.
Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að eftirtaldir einstaklingar verði kjörnir í stjórn Íslandsbanka hf. á hluthafafundi bankans 19. janúar 2026:
- Haukur Örn Birgisson
- Heiðar Guðjónsson
- Helga Hlín Hákonardóttir
- Margrét Pétursdóttir
- Stefán Pétursson
- Stefán Sigurðsson
- Valgerður Hrund Skúladóttir
og eftirtaldir einstaklingar verði kjörnir í varastjórn bankans:
- Herdís Gunnarsdóttir
- Magnús E. Björnsson
Tilnefningarnefnd leggur jafnframt til að Heiðar Guðjónsson verði kjörinn formaður stjórnar.
Nánar er fjallað um framangreindar tillögur í skýrslu tilnefningarnefndar sem er meðfylgjandi.
Störf tilnefningarnefndar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar bankans áður en almennur framboðsfrestur rennur út, sem er fimm (5) dögum fyrir hluthafafund, þ.e. í dag þann 14. janúar 2026 klukkan 16:00. Frambjóðendur sem vilja skila inn framboði til stjórnar eru beðnir um að fylla út sérstakt eyðublað sem finna má á vef bankans.