Lördag 21 December | 18:44:23 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-02-09 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-27 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-28 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-05 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - Årsstämma
2022-02-10 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriStorbank
Íslandsbanki är verksamma inom finanssektorn. Idag erbjuder banken ett brett utbud av finansiella tjänster, huvudsakligen inriktat mot små- och medelstora företagskunder. Tjänsteutbudet är brett och inkluderar exempelvis kapitalförvaltning samt lånefinansiering. Utöver huvudverksamheten erbjuds diverse kringtjänster. Bolaget bedriver verksamhet runtom den isländska hemmamarknaden.
2024-10-24 17:55:00

Á aðalfundi Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki eða bankinn) sem haldinn var þann 21. mars 2024 var samþykkt að veita stjórn, fyrir hönd bankans, heimild til að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup bankans á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Líkt og tilkynnt var um samhliða ársuppgjöri bankans hefur bankinn í hyggju að ráðast í útgreiðslu á umfram eigin fé sem nemur 10 milljörðum króna. Bankinn hefur nú tekið ákvörðun um að gera hluthöfum bankans tilboð um endurkaup eigin hlutabréfa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi, að fjárhæð allt að þremur milljörðum króna að markaðsverði (hér eftir endurkaupin). 

Við endurkaupin skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. 

Samið hefur verið við Arion banka hf. (Arion banki) um að annast endurkaupin. Kaupin fara fram samkvæmt öfugu tilboðsfyrirkomulagi og samkvæmt hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæsta verði sem verður tekið. Allir hluthafar Íslandsbanka, sem skráðir eru í hlutaskrá eftir lok viðskipta dagsins í dag, 24. október 2024, geta gert tilboð um að selja bréf sín til félagsins fyrir milligöngu markaðsviðskipta Arion banka.

Komi til þess að eftirspurn í endurkaupunum verði umfram hámarksfjárhæð endurkaupanna samkvæmt framangreindu mun bankinn kaupa í hlutfalli við eignarhlutfall þeirra hluthafa sem taka þátt (e. pro rata). Íslandsbanki áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta. 

Endurkaupin eru í samræmi við viðeigandi lög og reglur, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna kaupa bankans á eigin hlutum er fyrirliggjandi. 
Tilboðum skal skila til markaðsviðskipta Arion banka, sem einnig svara fyrirspurnum í síma 444 7316, á netfangið trading@arionbanki.is merkt „Íslandsbanki endurkaup“, fyrir kl. 08:30, 25. október 2024.

Niðurstöður verða tilkynntar í fréttakerfi Nasdaq Iceland fyrir kl. 09:30, 25. október 2024. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er þriðjudagurinn 29. október 2024. 
Við dagsetningu tilkynningar þessarar á Íslandsbanki 87.229.363 eigin hluti, sem nemur 4,36% af útgefnum hlutum í bankanum.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi endurkaupin sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055