Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka sem birt var 7. desember 2023 um útboð á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum.
Íslandsbanki hf. verður með lokað útboð á nýjum verðtryggðum flokki almennra skuldabréfa (e. senior preferred) í íslenskum krónum fimmtudaginn 14. desember 2023.
Skuldabréfin verða gefin út til 5 ára og bera fasta verðtryggða vexti með árlegri vaxtagreiðslu. Lokagjalddagi er 21. desember 2028. Þau verða seld á pari og vextir munu ráðast af ávöxtunarkröfu sem endurspeglar um 140 punkta álag ofan á verðtryggðan ríkisbréfaferil við lok viðskiptadags 13. desember 2023.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 21. desember 2023.
Útgáfan verður gefin út undir 2,5 milljarða dollara Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: EMTN grunnlýsing
Íslandsbanki áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna tilboðum að hluta til eða öllu leyti.
Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 21. desember 2023.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum vegna útboðsins skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 14. desember 2023.