Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. verður með lokað útboð á tveimur flokkum almennra skuldabréfa, ISB 28 1221 og ISB 36 1114 GB, þriðjudaginn 21. janúar 2025.
ISB 28 1221 er verðtryggður flokkur almennra skuldabréfa (e. senior preferred) sem ber fasta 4,48% verðtryggða vexti með árlegri vaxtagreiðslu og var upphaflega gefinn út í desember 2023. Stærð flokksins er ISK 14.260m og lokagjalddagi er 21. desember 2028.
ISB 36 1114 GB er grænn verðtryggður flokkur almennra skuldabréfa (e. senior preferred) sem ber fasta 3,50% verðtryggða vexti með árlegri vaxtagreiðslu og var upphaflega gefinn út í nóvember 2024. Stærð flokksins er ISK 4.000m og lokagjalddagi er 14. nóvember 2036.
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Íslandsbanki áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna tilboðum að hluta til eða öllu leyti.
Áætlaður uppgjörsdagur er 28. janúar 2025.
Andvirði útgáfu ISB 36 1114 GB mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/grein/sjalfbaer-fjarmalarammi.
Útgáfan verður gefin út undir 2,5 milljarða dollara Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: EMTN grunnlýsing
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum vegna útboðsins skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 21. janúar 2025.