Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hefur gefið út tvær skýrslur vegna ársins 2024: Árs- og sjálfbærniskýrslu og Áhættuskýrslu (Pillar 3). Skýrslurnar eru aðgengilegar á vef bankans.
Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024
Íslandsbanki birtir samþætta Árs- og sjálfbærniskýrslu þar sem farið er yfir starfsemi, rekstur og stefnu bankans á árinu 2024. Sjálfbærnihluti skýrslunnar gerir meðal annars áföngum liðins árs á sviði sjálfbærni skil auk þess að fjalla um markmið bankans á komandi árum þegar kemur að áframhaldandi sjálfbærnivegferð hans ásamt upplýsingum í samræmi við Greenhouse Gas Protocol og Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF). Sjálfbærniuppgjör ársins 2024 inniheldur auk þess ítarlegri sundurliðun á UFS-upplýsingum ásamt umfjöllun um skipulags- og rekstrarmörk, aðferðafræði og skilgreiningar. Endurskoðendafyrirtækið KPMG yfirfór og veitti staðfestingu með takmarkaðri vissu fyrir tiltekinni sjálfbærniupplýsingagjöf bankans vegna ársins 2024. Sjálfbærniuppgjörið er gert að hluta til í samræmi við ESRS (e. European Sustainability Reporting Standards) staðla á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en til viðbótar eru upplýsingar í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq.
Áhættuskýrsla (Pillar 3)
Áhættuskýrslan er birt á ensku, en markmið hennar er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans. Áhættuskýrslan inniheldur upplýsingagjöf í samræmi við ráðleggingar Task Force on Climate-Related Financial Disclosures (TCFD).
Nálgast má skýrslurnar á ársskýrsluvef bankans. Sjálfbærniuppgjör ársins 2024 má ennfremur nálgast hér.