Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | First North Iceland |
| Sektor | Informationsteknik |
| Industri | Programvara |
Á hluthafafundi Klappa Grænna Lausna hf., sem fór fram þann 5. nóvember 2025, voru eftirfarandi tillögur samþykktar.
I. Tillögur sem samþykktar voru á hluthafafundinum
1. Tillaga um breytingu á heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda, heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar og heimild til kaupa á eigin bréfum.
Svofelld tillaga stjórnar var samþykkt:
„Stjórn leggur til við hluthafafund félagsins breytingu á heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda og hækkun hlutafjár og breytingu á heimild félagsins til kaupa á eigin bréfum, til samræmis við skuldbindingar sínar skv. framlengdum lánssamningi félagsins við NEFCO, sem upprunalega var dagsettur 15. júlí 2022 og breytt 22. nóvember s.á. Uppfærð lánaskjöl fela jafnframt í sér gerð nýs tryggingarbréfs.
Stjórn leggur til við hlutafund félagsins breytingu á gildandi heimild stjórnar til að ákveða útgáfu framseljanlegra áskriftarréttinda til NEFCO, sbr. 5.5 gr. samþykkta félagsins. Þá verður stjórn félagsins heimilt til 5. nóvember 2030, í stað 18. nóvember 2027, að hækka hlutafé félagsins til útgáfu hlutabréfa, bæði í B flokki og nýjum C flokki hlutabréfa, í tengslum við veitingu áskriftarréttindanna, allt að kr. 21.000.000 að nafnvirði. Hámarkshlutafjárhækkun til að mæta útgefnum áskriftarréttindum skal einungis nema C hlutabréfum, verði áskriftarréttindi nýtt fyrir skráningu félagsins, eins og hún er skilgreind í áskriftarsamningi félagsins við NEFCO, eða einungis B hlutabréfum, verði áskriftarréttindi nýtt eftir skráningu félagsins. Fjöldi hluta vegna hækkunar skv. 5.4 og 5.5 gr. samþykkta félagsins verður að hámarki 21.000.000 hlutir. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta. Verði áskriftarréttindi nýtt fyrir C hlutabréfum skal áskriftarverð fyrir hvern nafnverðshlut, að teknu tilliti til ákvæða áskriftarsamningsins, vera markaðsgengi B hlutabréfa viku áður en áskriftarréttindi eru nýtt, með 40% afslætti. Lágmarksfjöldi áskriftarréttinda í C flokki hlutafjár, ef ekki nýtt að fullu, skal vera fyrir áskriftarverð eigi lægra en EUR 960.000. Verði áskriftarréttindi nýtt fyrir B hlutabréf, skal áskriftarverð fyrir hvern nafnverðshlut, að teknu tilliti til ákvæða áskriftarsamningsins, vera hið lægra af (i) gengi hlutabréfa viku áður en áskriftarréttindi eru nýtt, með 20% afslætti, eða (ii) meðaltal hlutabréfaverðs frá degi skráningar og hlutabréfaverðs einni viku áður en áskriftarréttindi eru nýtt.
Enn fremur leggur stjórn félagsins til við hluthafafund félagsins að samþykkt verði hækkuð og framlengd heimild stjórnar til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins í B flokki hlutabréfa um allt að kr. 21.000.000 og að sú heimild gildi í fimm ár frá samþykkt hluthafafundarins, sbr. 5.4 gr. samþykkta félagsins. Núgildandi heimild gildir til 18. nóvember 2027 og kveður á um heimild til hækkunar um allt að kr. 7.350.000. Heimildina má nýta í eitt skipti eða fleiri. Heimildinni er ætlað að gera stjórn félagsins kleift að mæta skuldbindingum félagsins er varða rétt hluthafa til þess að umbreyta C hlutabréfum, skv. útgáfu áskriftarréttinda, yfir í B hlutabréf. Einungis má greiða fyrir hlutina með hlutabréfum í C flokki, er samsvara nafnvirði þeirra hlutabréfa í B flokki (króna fyrir krónu) sem gefnir eru út á grundvelli hækkunarheimildarinnar. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta.
Þar til viðbótar leggur stjórn félagsins til við hluthafafund félagsins að samþykkt verði framlengd og breytt heimild til stjórnar félagsins til að kaupa eigin hluti af hlutafé félagsins í B eða C flokki hlutabréfa sem nemur allt að 10% heildarhlutafjár félagsins eða að hámarki 14.015.370 hluti. Kaupverð hvers hlutabréfs í B flokki hlutafjár má ekki vera hærra en nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.
Kaupverð hvers hlutar í C flokki má ekki vera lægra en sem nemur jafnvirði verðs áskriftarréttinda fyrir hluti í C flokki, að teknu tilliti til afsláttar, sbr. gr. 5.5 í samþykktum þessum. Kaupverð má ekki vera hærra en sem nemur því hæsta af eftirfarandi þremur kostum: (a) jafnvirði hvers hlutar í B-flokki á markaði einni (1) viku fyrir kaupdag; (b) verði sem samsvarar áskriftarverði eins og það er tilgreint skv. áskriftarsamningi fyrir hluti í C-flokki í gr. 5.5 í samþykktum þessum án tillits til afsláttar; eða (c) verði sem samsvarar áskriftarverði eins og það er tilgreint skv. áskriftarsamningi fyrir hluti í C-flokki í gr. 5.5 í samþykktum þessum, að teknu tilliti til afsláttar og að viðbættum 6,00% vöxtum sem höfuðstólsfærast, reiknað frá og með 1. október 2026.
Í tillögu stjórnar felast viðeigandi breytingar á 5.4 og 5.5 gr. samþykkta félagsins og viðauka vegna heimildar til kaupa á eigin bréfum.“
2. Tillaga um breytingu á 7.7 gr. samþykkta félagsins.
Svofelld tillaga stjórnar var samþykkt:
„Stjórn leggur til að gerð verði breyting á 7.7 gr. samþykkta félagsins þess efnis að bætt verði við nýjum málslið um að hluthafafundi skuli einnig boða með auglýsingu í innlendum fjölmiðlum. Slíkan málslið er þegar að finna í enskri þýðingu samþykktanna. Er því lagt til að ákvæðið verði eftirleiðis svohljóðandi:
„Til hluthafafunda skal boða með rafrænum hætti þannig að tryggður sé skjótur aðgangur að fundarboðinu á jafnréttisgrundvelli. Skulu notaðir traustir miðlar sem tryggja virka útbreiðslu upplýsinga til almennings á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig skal boða til hluthafafunda með auglýsingu í innlendum fjölmiðlum.“
Viðhengi:
Uppfærðar samþykktir Klappa Grænna Lausna hf.