Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Jordbruk |
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn rafrænt og í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 20. mars nk., kl. 16:00
Drög að dagskrá:
1. Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
3. Skýrsla forstjóra
4. Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2023 lagðir fram til staðfestingar (kosning)
5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað fyrir starfsárið 2023 (kosning)
6. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins (kosning)
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2024 (kosning)
8. Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár (kosning)
9. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins:
- 9.1. Grein 15.1 – Tillaga um endurnýjun heimildar í grein 15.1 í samþykktum félagsins. Greinin heimilar stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 35 milljónir að nafnvirði í tengslum við kaupréttarsamninga við starfsmenn (kosning)
- 9.2. Grein 15.2 – Tillaga um endurnýjun heimildar í grein 15.2 í samþykktum félagsins. Greinin heimilar stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 75 milljónir að nafnvirði sem nota má í tengslum við fyrirtækjakaup (kosning)
10. Kosning stjórnar félagsins
Framboð til stjórnar:
- 10.1. Ann Elizabeth Savage (kosning)
- 10.2. Arnar Þór Másson (kosning)
- 10.3. Ástvaldur Jóhannsson (kosning)
- 10.4. Lillie Li Valeur (kosning)
- 10.5. Ólafur Steinn Guðmundsson (kosning)
- 10.6. Svafa Grönfeldt (kosning)
- 10.7. Ton van der Laan (kosning)
11. Kosning endurskoðunarfyrirtækis (kosning)
12. Tillaga um að endurnýja heimild félagsins til að kaupa eigin hlutabréf (kosning)
13. Önnur mál löglega upp borin og fundarslit
Aðalfundurinn verður rafrænn, auk þess sem hluthafar geta mætt á fundinn í höfuðstöðvum félagsins. Atkvæðagreiðsla bæði fyrir og á meðan aðalfundi stendur mun eingöngu fara fram með rafrænum hætti. Hluthafar eiga rétt á að tilnefna umboðsmann til að mæta og kjósa fyrir sína hönd.
SKRÁNING Á FUNDINN HEFST MÁNUDAGINN 19. FEBRÚAR KL. 9:00 OG LÝKUR MÁNUDAGINN 18. MARS KL. 23:59. SKRÁNING VERÐUR AÐ HAFA BORIST FÉLAGINU FYRIR ÞANN TÍMA. EKKI VERÐUR HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á FUNDARDEGI EÐA Á FUNDARSTAÐ.
Bent er á að hluthafar sem eiga bæði hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi og í Euronext kauphöllinni í Amsterdam, verða að fara eftir leiðbeiningum fyrir hvorn markað um sig.
Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi skrá þátttöku á aðalfundinn í gegnum vefgátt LUMI AGM á www.lumiconnect.com/meeting/marelagm2024 og fá í kjölfar skráningar send aðgangsauðkenni til að taka þátt í fundinum og greiða atkvæði bæði fyrir og meðan á fundi stendur.
Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdam skrá þátttöku á aðalfundinn með milligöngu vörsluaðila hlutabréfanna. ABN AMRO er umboðsaðili Marel vegna hlutabréfa sem skráð eru í Euronext kauphöllinni og vörsluaðilar skrá þátttöku á aðalfundinn í gegnum vefsíðuna www.abnamro.com/intermediary. Hluthafar geta einnig skráð sig á aðalfundinn í gegnum vefsíðuna www.abnamro.com/evoting. Skráning á aðalfundinn verður að hafa borist félaginu fyrir kl. 23:59 mánudaginn 18. mars.
Framboð til setu í stjórn félagsins skulu berast skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti 14 dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16 miðvikudaginn 6. mars.
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar. Tillögum og fylgiskjölum skal skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfundinn, þ.e. í síðasta lagi fyrir kl. 16 miðvikudaginn 13. mars, á netfangið agm@marel.com
Fundarstörf munu fara fram á ensku. Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2023, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu þann 16. febrúar 2024, reglur um rafræna kosningu og frekari upplýsingar um skráningu og atkvæðagreiðslu.
Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum 14 dögum fyrir fundinn á www.marel.com/agm
Stjórn Marel hf.