Kurs
+0,99%
Likviditet
589 MISK
Prenumeration
Kalender
Tid* | ||
2025-03-26 | N/A | Årsstämma |
2025-02-12 | N/A | Bokslutskommuniké 2024 |
2024-10-30 | - | Kvartalsrapport 2024-Q3 |
2024-07-24 | - | Kvartalsrapport 2024-Q2 |
2024-05-07 | - | Kvartalsrapport 2024-Q1 |
2024-03-22 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 1.22 ISK |
2024-03-18 | - | Årsstämma |
2024-02-07 | - | Bokslutskommuniké 2023 |
2023-10-23 | - | Kvartalsrapport 2023-Q3 |
2023-07-26 | - | Kvartalsrapport 2023-Q2 |
2023-05-03 | - | Kvartalsrapport 2023-Q1 |
2023-03-24 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.41 ISK |
2023-03-22 | - | Årsstämma |
2023-02-08 | - | Bokslutskommuniké 2022 |
2022-11-02 | - | Kvartalsrapport 2022-Q3 |
2022-07-27 | - | Kvartalsrapport 2022-Q2 |
2022-04-27 | - | Kvartalsrapport 2022-Q1 |
2022-03-18 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 7.28 ISK |
2022-03-16 | - | Årsstämma |
2022-02-02 | - | Bokslutskommuniké 2021 |
2021-10-20 | - | Kvartalsrapport 2021-Q3 |
2021-07-21 | - | Kvartalsrapport 2021-Q2 |
2021-04-28 | - | Kvartalsrapport 2021-Q1 |
2021-03-19 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.26 ISK |
2021-03-18 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.50 ISK |
2021-03-17 | - | Årsstämma |
2021-02-03 | - | Bokslutskommuniké 2020 |
2020-03-20 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.84 ISK |
2020-03-18 | - | Årsstämma |
2020-02-06 | - | Bokslutskommuniké 2019 |
2019-10-23 | - | Kvartalsrapport 2019-Q3 |
2019-07-24 | - | Kvartalsrapport 2019-Q2 |
2019-04-29 | - | Kvartalsrapport 2019-Q1 |
2019-03-07 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 7.63 ISK |
2019-03-06 | - | Årsstämma |
2019-02-06 | - | Bokslutskommuniké 2018 |
2018-10-31 | - | Kvartalsrapport 2018-Q3 |
2018-01-31 | - | Bokslutskommuniké 2017 |
2017-10-25 | - | Kvartalsrapport 2017-Q3 |
2017-07-26 | - | Kvartalsrapport 2017-Q2 |
2017-05-03 | - | Kvartalsrapport 2017-Q1 |
2017-03-03 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.58 ISK |
2017-03-02 | - | Årsstämma |
2017-02-08 | - | Bokslutskommuniké 2016 |
2016-10-26 | - | Kvartalsrapport 2016-Q3 |
2016-07-27 | - | Kvartalsrapport 2016-Q2 |
2016-04-25 | - | Kvartalsrapport 2016-Q1 |
2016-03-03 | - | X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.25 ISK |
2016-03-02 | - | Årsstämma |
2016-02-03 | - | Bokslutskommuniké 2015 |
2015-10-28 | - | Kvartalsrapport 2015-Q3 |
2015-07-29 | - | Kvartalsrapport 2015-Q2 |
2015-04-29 | - | Kvartalsrapport 2015-Q1 |
2015-03-04 | - | Årsstämma |
2015-02-04 | - | Bokslutskommuniké 2014 |
2014-10-22 | - | Kvartalsrapport 2014-Q3 |
2014-07-24 | - | Analytiker möte 2014 |
2014-07-23 | - | Kvartalsrapport 2014-Q2 |
2014-04-28 | - | Kvartalsrapport 2014-Q1 |
2014-02-05 | - | Bokslutskommuniké 2013 |
2013-10-24 | - | Analytiker möte 2013 |
2013-10-23 | - | Kvartalsrapport 2013-Q3 |
2013-07-24 | - | Kvartalsrapport 2013-Q2 |
2013-04-23 | - | Kvartalsrapport 2013-Q1 |
2013-03-06 | - | Årsstämma |
2013-02-06 | - | 15-7 2013 |
2013-01-30 | - | Bokslutskommuniké 2012 |
2012-10-25 | - | Kvartalsrapport 2012-Q3 |
2012-07-25 | - | Kvartalsrapport 2012-Q2 |
2012-04-26 | - | Kvartalsrapport 2012-Q1 |
2012-02-29 | - | Årsstämma |
2012-02-01 | - | Bokslutskommuniké 2011 |
2011-10-26 | - | Kvartalsrapport 2011-Q3 |
2011-07-28 | - | Kvartalsrapport 2011-Q2 |
2011-03-02 | - | Årsstämma |
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Jordbruk |
Vísað er til kauphallartilkynningar Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) þann 20. desember 2024 um niðurstöður valfrjáls tilboðs („tilboðið“) John Bean Technologies Europe B.V. („tilboðsgjafi“), félags í fullri eigu John Bean Technologies Corporation („JBT“), í alla útgefna og útistandandi hluti í Marel. Í kjölfar uppgjörs tilboðsins hefur tilboðsgjafi eignast samtals 725.338.954 hluti í Marel, jafnvirði 97,5% af hlutafé og atkvæðisrétti í félaginu.
Tilboðsgjafi og stjórn Marel hafa í sameiningu ákveðið, frá og með deginum í dag, 2. janúar 2025, að tilboðsgjafi innleysi alla eftirstandandi og útistandandi hluti í Marel sem ekki voru seldir tilboðsgjafa í tilboðinu í samræmi við ákvæði 24. og 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 110. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur.
Það verð sem boðið er í innlausninni er 3,60 evrur á hvern hlut í Marel (538 kr. á hlut miðað við gengi ISK/EUR 149,5) („innlausnarverðið“). Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel geta eftirstandandi hluthafar valið á milli þess (a) að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé, (b) að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé og (c) að fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Val hluthafa skal háð hlutföllun (e. proration) að sama leyti og í tilboðinu. Þeir hluthafar í Marel sem gefa ekki upp svar munu fá, fyrir hvern hlut í félaginu, afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Þetta mun leiða til þess að hluthafar Marel fá, samanlagt bæði í gegnum tilboðið og innlausnina, um 950 milljónir evra í reiðufé og um 38% eignarhlut í sameinuðu félagi JBT og Marel.
Frekari upplýsingar um innlausnina má finna í tilkynningu til hluthafa Marel sem fylgir sem viðhengi við þessa tilkynningu ásamt framsalseyðublaði og er jafnframt birt á vefsíðum JBT, Marel og Arion banka hf.
Innlausnarverðið felur í sér sama verð og greiðslumöguleika og hluthöfum Marel var boðið í tilboðinu. Engar greiðslur, eða hlutfallslegar greiðslur eftir því sem við á, sem hluthafar fá í innlausnarferlinu skulu vera hærri en hluthafar í Marel fengu sem endurgjald í tilboðinu.
Innlausnarferlið hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma þann 2. janúar 2025 og rennur út klukkan 17:00 að íslenskum tíma þann 30. janúar 2025. Gert er ráð fyrir því að uppgjör vegna innlausnarinnar fari fram eins fljótt og auðið er að loknu innlausnartímabilinu.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.100 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 700 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.