Tisdag 21 Januari | 11:42:34 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2025-03-26 N/A Årsstämma
2025-02-12 N/A Bokslutskommuniké 2024
2024-10-30 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-24 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-07 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-22 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 1.22 ISK
2024-03-18 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-23 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-03 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-24 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.41 ISK
2023-03-22 - Årsstämma
2023-02-08 - Bokslutskommuniké 2022
2022-11-02 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-04-27 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-18 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 7.28 ISK
2022-03-16 - Årsstämma
2022-02-02 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-20 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-21 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-28 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-19 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.26 ISK
2021-03-18 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.50 ISK
2021-03-17 - Årsstämma
2021-02-03 - Bokslutskommuniké 2020
2020-03-20 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 8.84 ISK
2020-03-18 - Årsstämma
2020-02-06 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-23 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-07-24 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-04-29 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-07 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 7.63 ISK
2019-03-06 - Årsstämma
2019-02-06 - Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 - Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-01-31 - Bokslutskommuniké 2017
2017-10-25 - Kvartalsrapport 2017-Q3
2017-07-26 - Kvartalsrapport 2017-Q2
2017-05-03 - Kvartalsrapport 2017-Q1
2017-03-03 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.58 ISK
2017-03-02 - Årsstämma
2017-02-08 - Bokslutskommuniké 2016
2016-10-26 - Kvartalsrapport 2016-Q3
2016-07-27 - Kvartalsrapport 2016-Q2
2016-04-25 - Kvartalsrapport 2016-Q1
2016-03-03 - X-dag ordinarie utdelning MAREL 2.25 ISK
2016-03-02 - Årsstämma
2016-02-03 - Bokslutskommuniké 2015
2015-10-28 - Kvartalsrapport 2015-Q3
2015-07-29 - Kvartalsrapport 2015-Q2
2015-04-29 - Kvartalsrapport 2015-Q1
2015-03-04 - Årsstämma
2015-02-04 - Bokslutskommuniké 2014
2014-10-22 - Kvartalsrapport 2014-Q3
2014-07-24 - Analytiker möte 2014
2014-07-23 - Kvartalsrapport 2014-Q2
2014-04-28 - Kvartalsrapport 2014-Q1
2014-02-05 - Bokslutskommuniké 2013
2013-10-24 - Analytiker möte 2013
2013-10-23 - Kvartalsrapport 2013-Q3
2013-07-24 - Kvartalsrapport 2013-Q2
2013-04-23 - Kvartalsrapport 2013-Q1
2013-03-06 - Årsstämma
2013-02-06 - 15-7 2013
2013-01-30 - Bokslutskommuniké 2012
2012-10-25 - Kvartalsrapport 2012-Q3
2012-07-25 - Kvartalsrapport 2012-Q2
2012-04-26 - Kvartalsrapport 2012-Q1
2012-02-29 - Årsstämma
2012-02-01 - Bokslutskommuniké 2011
2011-10-26 - Kvartalsrapport 2011-Q3
2011-07-28 - Kvartalsrapport 2011-Q2
2011-03-02 - Årsstämma

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorIndustri
IndustriJordbruk
Marel är en leverantör av bearbetningssystem för fisk, skaldjur och kött. Maskinerna används inom livsmedelsindustrin vid bearbetning och förpackning av råvaror. Bolaget levererar, förutom maskiner, även installation och teknisk support, maskinservice samt reservdelar. Verksamhet innehas på global nivå och styrs via etablerade dotterbolag med vardera affärsinriktning, samt via samarbetspartners.
2024-01-19 09:05:00

Skilyrði um samþykki eftirlitsaðila vantaði í umfjöllun um skilyrði viljayfirlýsingarinnar í íslenskri þýðingu tilkynningarinnar.

Marel hefur borist uppfærð óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation („JBT“) varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu á verðinu 3,60 evrur á hlut, þar sem lýst er yfir að JBT hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í Marel á fyrsta ársfjórðungi 2024, með samruna félaganna að markmiði.

Viljayfirlýsing þessi kemur í kjölfar fyrri yfirlýsinga frá JBT sem tilkynnt var um annars vegar 24. nóvember 2023 og hins vegar 13. desember 2023. Stjórn Marel hefur metið framangreindar viljayfirlýsingar af kostgæfni. Marel hefur átt í uppbyggilegu samtali við JBT og hefur stjórn félagins í kjölfarið lagt mat á uppfærða viljayfirlýsingu með tilliti til verðs og helstu skilmála. Stjórn Marel telur ávinning geta falist í sameinuðu félagi og hefur því ákveðið að ganga til frekari viðræðna við JBT og þar með opna á formlegt samtal á milli félaganna. Í framhaldinu er stefnt að gagnkvæmri afmarkaðri áreiðanleikakönnun (e. confirmatory due diligence).

Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.

Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel:

Í framhaldi af virku samtali við JBT síðustu vikur hefur Marel móttekið uppfærða viljayfirlýsingu frá JBT um mögulegan samruna félaganna. Stjórn félagsins hefur sterka trú á Marel sem sjálfstæðu félagi en það er niðurstaða okkar eftir að hafa metið yfirlýsingu JBT af kostgæfni, að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Skilmálar yfirlýsingarinnar eru álitlegir og fela í sér tækifæri fyrir hluthafa Marel að taka þátt í frekari virðissköpun til framtíðar. Af því leiðir að stjórn Marel styður að farið verði í formlegar viðræður við JBT og fýsileiki samruna kannaður á grundvelli þessara skilmála.

Lykilskilmálar og fyrirvarar viljayfirlýsingar

Í viljayfirlýsingu JBT koma fram eftirfarandi lykilskilmálar, sem háðir eru jákvæðri afstöðu stjórnar Marel:

  1. Tillaga að verðmati/greiðslufyrirkomulagi: Í viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,60 evrur á hlut (538 kr. á hlut miðað við miðgengi ISK/EUR Seðlabanka Íslands þann 18. janúar 2024) fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Verðmatið byggir á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir (a.t.t. allra mögulegra óútgefinna hluta) og staða nettó vaxtaberandi skulda (að meðtöldum leiguskuldbindingum) nemi 871,9 milljónum evra þann 30. september 2023.
  2. Endurgjald: Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta:
    1. Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé.
    2. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé.
    3. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT.

      Val um samsetningu endurgjalds takmarkast hins vegar af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár sem myndi leiða til þess að hluthafar Marel eignist 38% hlutafjár sameinaðs félags. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut (88,42 evrur á hlut, miðað við gengi USD/EUR 1,0885).
  3. Arfleifð Marel: Í yfirlýsingu JBT er komið inn á mikilvægi félagsins á Íslandi til framtíðar og vilja lýst til þess að standa vörð um Marel með eftirfarandi tillögum:
    1. Að sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation.
    2. Að sameinað félag verði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE).
    3. Sameinað félag muni viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum.
    4. Sameinað félag muni starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, Íslandi en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum.
    5. Samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi.
  4. Skilyrði: Viljayfirlýsingin tiltekur að valfrjálst yfirtökutilboð verði þeim skilyrðum háð að stjórn Marel veiti tilboðinu jákvæða umsögn, að niðurstöður áreiðanleikakönnunar séu ásættanlegar, að samþykki fáist frá viðeigandi eftirlitsaðilum, að samþykki fáist frá handhöfum 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel og að stjórn og hluthafar JBT veiti kaupunum endanlegt samþykki sitt.
  5. Tímarammi: Viljayfirlýsingin tiltekur að JBT hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á fyrsta ársfjórðungi 2024 sem muni innihalda nánari upplýsingar um skilmála og fyrirvara. Yfirtökutilboðið verði sent á alla hluthafa Marel að fengnu samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að viðskiptin getið verið frágengin á seinni helmingi ársins 2024.

JP Morgan er fjármálaráðgjafi Marel og lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).

Marel mun halda markaðsaðilum tímanlega upplýstum um gang mála í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félagsins.

Sé misræmi milli íslenskrar og enskrar útgáfu tilkynningarinnar gildir sú enska.

Í viðhengi er yfirlýsing frá JBT um áform þeirra að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð sem óskað var eftir að Marel birti.

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.